Herdís Þorgeirsdóttir prófessor stjórnar umræðum um Ár jafnra tækifæra við upphaf ársþings Evrópusamtaka kvenlögfræðinga (http://www.ewla.org/) sem haldið verður í Zurich 11. til 12. maí nk. Þátttakendur í umræðum eru Lenia Samuel varaframkvæmdastjóri Evrópusambandsins í nefnd framkvæmdastjórnarinnar í atvinnu-, félags- og jafnréttismálum. Hún fjallar um sýn Framkvæmdastjórnar ESB á ár jafnra tækifæra; Rodi Kratsa-Tsagaropoulo, varforseti Evrópuþingsins; Christa Prets, þingkona á Evrópuþinginu Zapfl-Helbling, varaformaður nefndar Evrópuráðsins um jöfn tækifæri.
Með Herdís á myndinni er Lena Linnainmaa. Í lok fundar var samþykkt um framtíð stjórnskipunarramma Evrópusambandsins, ályktun um meiri eftirfylgni með samþættingu jafnréttissjónarmiða og samræmingu vinnu og fjölskyldulífs. Dr. Susanne Baer prófessor viðHumbolt háskólanum í Berlín og dr. jur. Elisabeth Holzleitner dósent í réttarheimspeki við lagadeild háskólans í Vín voru með afar athyglisverðar framsögur á sviði samþættingar jafnréttissjónarmiða.