Var með fyrirlestur á ársþingi alþjóðasamtaka lögmanna (International Bar Association) sem nú stendur yfir í Vín. Umræðum stjórnaði barónessa Helena Kennedy (yst til hægri) sem á sæti í bresku lávarðadeildinni. Á myndinni eru aðrir framsögumenn á fundinum í morgun, Lucy Scott-Moncrieff lögmaður í London og Nick Stanage en hann og barónessa Kennedy eru lögmenn á virtri stofu í London, Doughty Street Chambers, en þar starfar einnig mannréttindalögfræðingur, sem er stöðugt í sviðsljósinu ekki síst vegna að hún er gift heimsfrægum Hollywoodleikara. Á þinginu í Vín eru um 6 þúsund lögmenn alls staðar að en alþjóðasamtök lögmanna eru með mörg áhugaverð mál á dagskrá (t.d. spillingu) og fundurinn í morgun var bæði fróðlegur og skemmtilegur. Næsti fundur verður haldinn í Washington D.C. haustið 2016 (á sama tíma og bandarísku forsetakosningarnar verða).