Sendi ykkur kveðju úr lestinni á leið frá Örebro til Stokkhólms þaðan sem ég flýg heim.

11Hér skín glampandi sól inn um gluggann. Hún var taugaóstyrk ungi doktorsneminn sem var að verja ritgerð sína um lög Islam (Sharia) í ljósi alþjóðlegra mannréttindaákvæða. Allt gekk vel. Leiðbeinandi hennar er prófessor við lagadeild Stokkhólmsháskóla og bæði eru þau af írönskum uppruna. Hún sagði mér að ýmsir hefðu varað hana við að fjalla um svo eldfimt efni sem Sharia lögin og viðbrögð öfgafullra múhameðstrúarmanna við því að tjáningarfrelsið verndaði ritverk Salman Rushdie; skopmyndir af Múhameð spámanni í Jótlandspóstinum o.fl. – en niðurstaða hennar er að “þeir” eigi ekki að geta “ritstýrt” umræðunni með því að fæla alla frá að fjalla um þessi trúarbrögð af ótta við afleiðingarnar – tjáningarfrelsið gengur framar umfjöllun um trúarbrögð.

Þetta er sem sagt hugrökk, ung kona og gaman að hafa átt þátt í því að styðja hana!