Þingið í Georgíu fékk fyrr í dag álit Feneyjanefndar um lögin um „erlenda erindreka“ sem hafa leitt til þess að hundruð þúsunda hafa mótmælt á götum út í höfuðborginni Tbilisi. Ég er einn höfunda álitsins, sem fylgir hér: https://www.venice.coe.int/webforms/documents/default.aspx?pdffile=CDL-PI(2024)013-e
Forseti landsins neitaði að staðfesta lögin sem kveða á um að fjölmiðlar og félagasamtök sem fá meir en 20 % af tekjum erlendis frá verði skyldug að skrá sig sem stofnanir sem þjóni hagsmunum erlendra afla.
Í örstuttu máli þá leggur Feneyjanefndin til að lögin í núverandi mynd verði afturkölluð, enda grundvallar annmarkar á þeim, sem munu hafa afdrifaríkar neikvæðar afleiðingar fyrir félagafrelsi, tjáningarfrelsi, friðhelgi einkalífs, réttinn til þátttöku í opinberu lífi og jafnræði – og endanlega opna, upplýsta umræðu, fjölbreytni og lýðræði.
Hér eru tenglar með umfjöllun um álitið:
https://www.euronews.com/2024/05/22/georgia-should-scrap-foreign-influence-law-council-of-europe?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTAAAR0-XKbQVGLww92BwkysdjTrldtws9Rn47QBzvp3xfLVMzpxQk4HFOhKgAA_aem_AZ2ETreZ71jLMLct75lVpikIPPg8FgDfJ_tQeZ_2v95NglGVgERDjk2HUNeJ07ZXpCdsCxuiI13WCCVtP4eHlRLd
https://www.politico.eu/article/georgia-europe-georgian-dream-party-foreign-agent-law-venice-commission-reports/?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTAAAR1dIBtOFSyiA8GQEZZpSB1tmo4JQ4DutXrMU5ZJT0eDBzWFgCNBsmsYkzQ_aem_AZ1VQIfyCcihgwLm9_WKLHkFGN_2MnZxrPibp0R4lfXnNjB-AAtQF06hbkFv5JsxmwcVLYE6YahALyik3ypF-GTf