Fór á vegum Feneyjanefndar að beiðni Evrópuráðsþingsins til að fara yfir áhrif neyðarlagana, sem sett voru í Tyrklandi í kjölfar misheppnaðs valdaráns í júlí s.l. á fjölmiðla. Um 170 fjölmiðlum hefur verið lokað, þúsundir blaðamanna hafa misst starfið sitt og hátt á annað hundrað fangelsaðir, ákærðir á grundvelli hegningarlaga. Þingið hefur nú samþykkt að framlengja neyðarástandið í þrjá mánuði til viðbótar. Almennur ótti og þöggun ríkir í landinu.

Sjá frétt CNN um Feneyjanefnd í Ankara.

Sjá íslenska umfjöllun hér.

 

“Venice Commission, which is the constitutional consultative body of the Council of Europe, is visiting Turkey to investigate the current embattled state of media freedom under the ongoing state of emergency.

Venice Commission Deputy Chairman Herdis Kjerulf Thorgeirsdottir and the accompanying delegation visited the Turkish Parliament on Feb. 6 and was due to separately meet with representatives of the ruling Justice and Development Party (AKP), the main opposition Republican People’s Party (CHP), the Peoples’ Democratic Party (HDP) and the Nationalist Movement Party (MHP) late on Feb. 6.”

Á fundi með formanni AKP flokks Erdogans í tyrkneska þinginu mánudaginn 6. febrúar talaði hann um að Gülen-hreyfingin, sem teygir anga sína víða, væri ein mesta ógn sem Tyrkir stæðu frammi fyrir því markmið hreyfingarinnar væri að ná tökum á öllum stofnunum samfélags, lögreglu, fjölmiðlum o.s.frv. og eyðileggja ríkið innan frá. Blaðamenn eru dæmdir á grundvelli hryðjuverkalaga fyrir tengsl sín við meint hryðjuverkasamtök en ekki vegna skrifa sinna og frétta.

Á fundi með HDP flokknum, sem er annar stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn og oft álitinn helsta stuðningsafl Kúra, voru stjórnvöld harðlega gagnrýnd fyrir framgöngu sína á grundvelli neyðarlaganna. Formaður flokksins er læknir að mennt og nýlega laus úr þriggja mánaða fangelsi.

formaður HDP flokksins í Ankara

Formaður HDP flokksins fyrir miðju. Hann var nýlega laus úr þriggja mánaða fangelsi.

herdís ankara með reginu

Á fundi með HDP flokkum í tyrkneska þinginu hinn 6. febrúar. Á myndinni eru auk Herdísar, Martin Kujer og Regina Kiener.

herdís með stærsta stjórnarandstöðuflokknum

Á fundi með stærsta stjórnarandstöðuflokknum í tyrkneska þinginu.

herdís akp ankara

Á fundi með formanni AKP flokki Erdogans í Ankara hinn 6. febrúar 2017.

http://t24.com.tr/…/venedik-komisyonu-hdp-grubunu-ziyaret-e…

http://www.cnnturk.com/…/turkiye/venedik-komisyonu-uyeleri-…

http://t24.com.tr/…/venedik-komisyonu-hdp-grubunu-ziyaret-e…

https://demokrasi2.com/…/venedik-komisyonu-hdpyi-ziyaret-e…/

http://www.hurriyetdailynews.com/venice-commission-on-duty-…