Herdís Þorgeirsdóttir var ein af aðalfyrirlesurum á ráðstefnu, sem Feneyjarnefndin (The European Commission for Democracy through Law) stóð fyrir í Búkarest í Rúmeníu 17. – 18. febrúar 2006 (UniDem Seminar on “the pre-conditions for a democratic election”). Ráðstefnan var skipulögð og haldin í samvinnu við utanríkisráðuneyti Rúmeníu en rúmensk stjórnvöld eru nú í forsvari fyrir Ráðherranefnd Evrópuráðsins og opnaði utanríkisráðherra landsins ráðstefnuna. Hana sátu enn fremur Gianni Buquicchio, framkvæmdastjóri Feneyjarnefndarinnar og Lord Russel Johnston fyrrum forseti Evrópuráðsþingsins. Lord Russel Johnston stjórnaði umræðum í kjölfar framsögu Herdísar. Erindi Herdísar fjallaði um aðgengi að fjölmiðlum sem skilyrði fyrir lýðræðislegum kosningum. Aðrir sem voru með framsögu voru m.a. Hans-Heinrich Vogel, prófessor við lagadeild Lundarháskóla en hann fjallaði um fjármögnun kosningabaráttu; Giovanna Maiola, fjölmiðlasérfræðingur hjá OSCE; Didier Vinolas frá franska innanríkisráðuneytinu, Dr.Uwe Serdült frá lagadeild háskólans í Genf og Tobias Zellweger.