Þessi virðulega ljósmynd er tekin í glæstum sal hertogahallarinnar við Markúsartorgið í Feneyjum á 35 ára afmæli Feneyjanefndar, hinn 11. október. Feneyjanefndin var sett á laggirnar af Evrópuráðinu árið 1990 en í henni sitja lögspekingar frá öllum aðildarríkjum Evrópuráðsins (46 eftir að Rússlandi var vikið úr ráðinu). Hlutverk nefndarinnar er að veita lögfræðileg álit á lagasetningu í aðildarríkjunum í stjórnskipunarrétti og mannréttindum. Í Feneyjanefndinni sitja hins vegar fleiri aðilar en frá aðilarríkjum Evrópuráðsins eða frá 61 ríki utan Evrópuráðsins (Bandaríkin, Kanada, Mexíkó, Perú, Argentína, Brasilía, Chile, Costa Rica, Alsír, Marokkó, Túnis, Ísrael, Kazaksthan, Kyrgyzstan, Lýðveldið Kórea, Kosovo. Fulltrúi Íslands í nefndinni er Dr. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir.
Afmælisþingið sátu m.a. forseti Ítalíu, Sergio Mattarella (í fremstu röð á myndinni), forseti Norður Makedóníu og Moldóvu, framkvæmdastjóri Evrópuráðsins, borgarstjóri Feneyja og fleiri gestir.
https://www.coe.int/en/web/venice-commission/-/celebrating-35-years-of-democracy-through-law

