Hollywood skilnaðir eru ekki til fyrirmyndar. Sá rándýrasti sem nú er í fréttum er skilnaður stórstjarnanna Brad Pitt og Angelina Jolie en þau hafa staðið í deilum um forsjá og peninga undanfarin sex ár án nokkurs árangurs. Bæði hafa ráðið dýrustu lögmannsstofur til aðstoðar og hefur Angelina reglulega skipt út lögmönnum en talið er að þau hafi hvort um sig “eytt” yfir einni milljón dala í lögmannskostnað. Engin lausn á deilum fyrrum hjónanna er í sjónmáli og talið að þær geti staðið hátt í áratug í viðbót. Angelina er nú 45 ára og Brad 57 en saman eiga þau þrjú börn og hafa ættleitt önnur þrjú. Forsjárdeilan stendur um fimm barnanna og eignir sem hlaupa á milljörðum. Tímakaup skilnaðarlögfræðinganna er á bilinu 1000 dalir til 1500 dalir og rukkað fyrir 40 – 50 stundir á viku en það gera u.þ.b. 6 milljónir íslenskra króna á viku. Fáránleikinn í þessari endaleysu dylst engum.
Það borgar sig að semja eignanna vegna en ekki síst barnanna vegna. Kjerulf lögmannsþjónusta og ráðgjöf í síma 691 8534.