Vegna Covid-19 faraldursins hafa ríkisstjórnir gripið til ýmissa neyðarúrræða til að hægja á útbreiðslu veirunnar. Feneyjanefndin (Nefnd Evrópuráðsins um lýðræði með lögum) hefur í fjölda tilvika gert úttektir á takmörkunum á heimildum ríkja til að grípa til slíkra neyðarráðstafana. Feneyjanefndin hefur ætíð undirstrikað mikilvægi þess að öryggi almennings sé eingöngu tryggt í lýðræðisríki þar sem reglur réttarríkis eru í heiðri hafðar. Sama hve alvarlegt ástandið er þá má aldrei fara út fyrir mörk réttarríkisins. Sjá nánar.
–