Feneyjanefndin samþykkti s.l. föstudag bráðabirgðaálit, með frekari útskýringum, unnið af þremur fulltrúum nefndarinnar. Bráðabirgðaálit eru álit sem unnin eru þegar mikið liggur við að koma tillögum áleiðis til stjórnvalda áður en lög eru sett; í þessu tilviki umdeilt frumvarp um fjárframlög erlendra aðila til félagasamtaka í Ungverjalandi en frumvarpið varð að lögum í byrjun síðustu viku. Dómsmálaráðherra Ungverjalands sat aðalfund Feneyjanefndarinnar síðastliðinn föstudag þar sem miklar umræður fóru fram. Feneyjanefnd hefur áður staðfest (í tilviki rússneskra laga) lögmæti þess að tryggja gagnsæi ríki varðandi fjárstuðning erlendra aðila til félagasamtaka í því skyni að sporna gegn ótilhlýðilegum erlendum áhrifum, peningaþvætti og stuðningi við hryðjuverkastarfsemi. Andstæðingar laganna telja að þeim sé beint gegn áhrifum auðkýfingins Georgs Soros í Ungverjalandi.
Ungverska þingið tók tillit til margra þeirra tillagna sem við höfðum lagt til. Sjá meðf. frétt á heimasíðu Evrópuráðsins: