Til vinstri á myndinni er Roberto de Figuereido Caldas, forseti Milliríkjadómstóls Ameríkuríkja (frá og með janúar 2016) og honum við hlið er Gianni Buquicchio, forseti Feneyjanefndar. Aðrir á myndinni eru forseti stjórnlagadómstóls Chile, forseti hæstaréttar Brasilíu, Herdís Þorgeirsdóttir og við enda borðs til vinstri glittir í spænska dómarann við Mannréttindadómstól Evrópu, Luis López Guerra. Til hægri sést fremst Veronica Bilkova fulltrúi í Feneyjanefnd frá Tékklandi; þá Juan José Romero Guzman, fulltrúi í Feneyjanefnd frá Chile og Michael O’Boyle þekktur fræðimaður á sviði mannréttinda, áður hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Honum við hlið situr Grainne McMorrow frá Írlandi.

Var með framsögu á alþjóðlegri ráðstefnu um stjórnskipulega vernd hópa sem eru berskjaldaðir fyrir fátækt, heilsuleysi eða vegna æsku eða elli. Ráðstefnan var haldin af Stjórnlagadómstól Chile í samvinnu við Feneyjanefnd, nefnd Evrópuráðsins um lýðræði með lögum dagana 4. -5. desember. Ráðstefnuna sóttu forsetar æðstu dómstóla Rómönsku Ameríku, þ.á m. Milliríkjadómstóls Ameríku sem er staðsettur í Costa Rica sem var settur á fót í kjölfar fullgildingar Mannréttindasáttmála Ameríkuríkja árið 1978. Í dómstólnum sitja sjö dómarar, sem hver um sig er tilnefndur og kosinn til sex ára í senn. Er það í höndum aðildarríkja mannréttindasáttmálans að kjósa dómara. Hver dómari má einungis vera endurkjörinn einu sinni.

Herdis Ricardo Lewandovski

Með forseta Hæstaréttar Brasilíu, Ricardo Lewandowski í hádeginu í dag. Hann stundaði einnig nám við Fletcer School of Law in Diplomacy í Boston eins og ég – aðeins á undan.

Gerður var m.a. samanburður á dómaframkvæmd Milliríkjadómstóls Ameríku og Mannréttindadómstóls Evrópu. Kom í minn hlut að skýra frá dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu í málum barna og aldraðra.

Grainne

Alberto Perés dómari við hæstarétt Uruguai, Grainne McMorrow fulltrúi í Feneyjanefnd frá Írlandi og Josep Maria Castella Andreu, fulltrúi í Feneyjanefnd frá Spáni.

Í Mannréttindasáttmála Ameríkuríkja, sem er yngri en Mannréttindasáttmáli Evrópu er sérstakt ákvæði um vernd barna. Slíku er ekki fyrir að fara í Mannréttindasáttmála Evrópu en samkvæmt dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu eru aðildaríkjunum 47 lagðar ríkar skyldur á herðar er kemur að vernd barna.