Nú er hart tekist á um það í hæstarétti Bandaríkjanna hvort nokkrum fylkjum sé stætt á því að banna hjónabönd samkynhneigðra. Íhaldssama sjónarmiðið er að það eigi að vera í verkahring ríkjanna sjálfra að ráða með lögum hvernig hjúskaparmálum er háttað. Aðrir segja að bandaríska stjórnarskráin sé skýr heimild um það að allir eigi að vera jafnir fyrir lögum og það þýði að einstaka ríki geti ekki einskorðað réttinn til að ganga í hjónaband við gagnkynhneigða.