Viðtal Maríu Lilju Þrastardóttur við Herdísi Þorgeirsdóttur forsetaframbjóðenda 25. maí 2012 (fyrir Smuguna)
Herdís Þorgeirsdóttir er ein þriggja kvenna í baráttunni um forsetastólinn og sú sem sté fyrst fram. Herdís á mjög fjölbreyttan feril að baki. Hún er doktor í lögfræði, stjórnmálafræðingur, fyrrum ritstjóri og rak sitt eigið fyrirtæki um árabil. Herdís á fjögur börn á aldrinum 15 til 24 sem hún hefur alið upp ein í kjölfar hjónaskilnaðar fyrir rúmum tíu árum.
Hún var skipuð prófessor við lagadeildina á Bifröst 2004 og er nú starfandi lögmaður á sviði mannréttinda og meðeigandi lögfræðistofunnar Vík. Hún er forseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga frá 2009 og var endurkjörin 2011. Hún er formaður mannréttindanefndar nefndar Evrópuráðs um lýðræði með lögum. Herdís er frumkvöðull í blaðamennsku, fyrrum ritstjóri Mannlífs og ritstjóri og útgefandi Heimsmyndar. Hún hefur öflugur málsvari jafnréttis og stóð fyrir Tengslanets-ráðstefnunum sem haldnar voru á Bifröst.
– Afhverju ættir þú að verða forseti og hvernig hyggst þú að nota embættið?
„Ég tel mig ekki aðeins hafa burði og getu til að gegna þessu embætti heldur eigi ég einnig brýnt erindi, sérstaklega á þeim óvissutímum sem við lifum og þá í ljósi reynslu minnar.
Þar sem ég er engum háð, hvorki stjórnmálaflokkum né peningaöflum, verð ég sá forseti sem sameinar þjóðina og þjóðin getur sameinast um.
Þjóðin og þingið treyst því að öll mín framganga mótist af heilindum. Forseti kemur að myndun ríkisstjórna og þá reynir á það að stjórnmálamenn geti treyst honum.
Í öðru lagi er sérsvið mitt stjórnskipun og mannréttindi. Þekking mín á samspili stjórnmálanna og þróun lýðræðis og mannréttinda mikilvæg fyrir þetta embætti og þar mundi ég nýtast þjóðinni best. Ég vil efla samræðu við fólkið í landinu um mannréttindi og mun miðla þekkingu og reynslu á þessu sviði til að ýta undir borgaralegt hugrekki, bægja frá ótta og virkja hinna almenna borgara til þátttöku í lýðræðinu. Það verða engar breytingar í þessu samfélagi nema að fólkið sjálft verði gagnrýnna og áhugasamara um að taka málin meir í sínar hendur en aðeins þannig getur lýðræðið virkað.
Í þriðja lagi hefur mér verið treyst fyrir margvíslegum ábyrgðarstörfum á alþjóðavettvangi og því tel ég mig vel í stakk búna að tala máli þjóðarinnar þar og ef þörf krefur verja hagsmuni hennar á grundvelli réttinda hennar.
Í fjórða lagi bý ég yfir þeirri lífsreynslu, þroska og auðmýkt að átta mig á því að í þessu embætti er ég fyrst og fremst þjónn þjóðarinnar, hagsmuna hennarog velferðar. Ég mun láta mér annt um fólkið og þetta hlutskipti. Ég myndi við lok ferils míns vilja að börn þessa lands gætu horft bjartari augum til framtíðar í þeirri vissu að allir hafi jöfn tækifæri.
– Þér finnst ekki að embættið eigi að hverfast um yfirvald?
Nei. Völd geta verið hættuleg og valdafýsnin er sterk. Sá sem valdið hefur gefur það sjaldnast frá sér. Það er margsannað. Í rannsóknarskýrslu Alþingis kemur til dæmis skýrt fram hvernig auður og völd söfnuðust á fáar hendur og hvernig hinir kjörnu fulltrúar máttu hopa andspænis peningaöflum sem vildu í auknum mæli hafa áhrif á löggjöf og stefnu stjórnvalda. Því fór sem fór en þá ber að spyrja, hvar er þingræðið og þar af leiðandi lýðræðið? Valdið á alltaf að liggja hjá fólkinu í landinu. Sjálf mun ég ekki sitja lengur sem forseti en í tvö kjörtímabil, í 8 ár, enginn á að sitja lengur í jafn þýðingarmiklu embætti.“
– Hvað með málskotsréttinn, hvað finnst þér um hann?
„Varðandi heimild forseta að vísa málum í þjóðaratkvæði mótast afstaða mín af því að stjórnarskrána beri að skýra út frá lýðræðinu sem er grundvallarregla. Ef um mikilvæg, umdeild mál er að ræða þar sem ákvörðun er jafnvel óafturkræf verður að líta til þess að frumuppspretta ríkisvaldsins er sjálfsákvörðunarréttur þjóðarinnar. Málskotsrétturinn krefst þess að forseti Íslands búi yfir góðri dómgreind, innsæi og ábyrgð og að hann sé engum pólitískum eða peningalegum öflum háður. Ég vil að þjóðin viti að þannig mun ég umgangast málskotsréttinn og að hún geti treyst því að ég hafi næga burði til að beita honum ef þörf krefur.
– Ertu náttúruverndarsinni?
Já. Við þurfum að breyta viðhorfi okkar til þess hvernig við högum okkur gagnvart náttúrunni. Jarðarbúar eru um 7 milljarðar og þeim fjölgar stöðugt og auðlindanýting er í beinu hlutfalli við þá aukningu. Við verðum að nýta auðlindirnar betur og ganga ekki hraðar á þær en þær endurnýjast. Við verðum að draga úr neyslu enda er hamingjan ekki fólgin í neyslunni nema síður væri. Við verðum að nýta gæði jarðar betur og í allra þágu. Við megum aldrei gleyma því að við erum öll á sama báti og okkur ber að skila jörðinni til komandi kynslóða í ekki verra ástandi en við tókum við henni. Við megum aldrei ganga þannig á auðlindir okkar að við skerðum rétt komandi kynslóða eða firrum þær tækifærum sem við fengum í arf. Ég vil leggja áherslu á afturhvarf til dyggða og hófsemi, einfaldara en innihaldsríkara lífs. Það er miklu heilbrigðara. Við vitum það öll innst inni.
– Hvað finnst þér um fyrirhugaða leigu Grímstaða á fjöllum?
Ég hef miklar áhyggjur af umsvifum þessa stórveldis hér. Ég vona í öllu falli, fyrst svona er komið, að gengið verði þannig frá samningum að þetta verði ekki fordæmisgefandi.
– Ertu femínisti?
„Já, ég er femínisti í þeim skilningi að gripið sé til sérstækra aðgerða ef réttur kvenna er virtur að vettugi. Það má ekki mismuna, hvorki konum né öðrum, á grundvelli þátta sem þær eða þeir ráða engu um. Konum er í ofanálag oft mismunað á grundvelli fleiri þátta en kynferðis og staða þeirra í heiminum er almennt mun verri en karla. Þeir eru ríkari og valdameiri og hafa þar af leiðandi möguleika að stjórna skoðanamótun líka, t.d. í gegnum fjölmiðla og viðhalda þar með kerfisbundinni mismunun. Ef konum er mismunað er börnum mismunað, bæði drengjum og stúlkum.
– Finnurðu fyrir fordómum sem kvenframbjóðandi?
Mér líður best í „jakkafötum og strigaskóm“, það kallast dragt þegar konur klæðast jakka og buxum í stíl – en þá er ég sögð vera klædd í „power-suit“. Enginn segir þetta um karlana sem eru í forsetaframboði. Þeir eru allir í jakkafötum. Það virðast gerðar sömu útlitskröfur til okkar kvenframbjóðendanna eins og að við værum að keppast við að ná athygli blaða sem fjalla um kónga og drottningar. Við eigum að vera í „lekkerum“ og líflegum pastellitum, hlýjar og móðurlegar. Það versta er að ég hef séð hörðustu gagnrýnina varðandi útlit kvenframbjóðenda koma frá konum. Við eigum ekki að vera svona niðurnjörvuð í efni, snið og liti. Frekar að velta fyrir okkur hvað fólk og frambjóðendur í þessu tilviki eru að segja; hvort þeir eru sjálfstæðir í hugsun, gagnrýnir og frjóir í anda fremur en útlitspælingum.
Þá eru konur sagðar frekar ef þær stjórna fyrirtæki eða axla ábyrgð af festu en karlar ákveðnir. Svona mætti áfram telja. Við eigum að sýna hvert öðru virðingu óháð útliti, fötum, efnahag eða stöðu.
– Mikið hefur verið rætt um hlutverk fjölmiðla í kosningabaráttunni og ganga sumir frambjóðenda það langt að segja fjölmiðla taka afstöðu með ákveðnum frambjóðendum, hvað finnst þér um slíkar ásakanir?
„Hlutverk fjölmiðla er fyrst og fremst það að halda opinni, gagnrýninni umræðu á lofti. Fjölmiðlar eru mikilvægasta tæki lýðræðissamfélaga og mega ekki litast af hagsmunatengslum. Fjölmiðlar verða að vera vakandi, afhjúpandi og leitandi í allri sinni umræðu. Ég veit það hinsvegar af langri reynslu í blaðamennsku og ekki síst sem útgefandi að slíkt reynist auðvitað erfitt í jafn litlu samfélagi og Ísland er. Hvernig geturðu verið gagnrýnin og jafnvel afhjúpandi í málum sem að snúa mjög líklega að einhverjum sem að tengist þér eða einhverjum sem þú þekkir. Það er líka þannig í samfélögum sem stjórnað er í krafti auðs að eignarhald á stærstu fjölmiðlum er í höndum örfárra. Flestir fjölmiðlar eiga líka erfitt uppdráttar á eigin viðskiptaforsendum og þeir eru auðveld bráð fyrir fjársterka aðila. Þannig geta þeir fjársterku stjórnað pólitískri umræðu, útilokað gagnrýni og stjórnað aðgengi aðila, líkt og forsetaframbjóðenda að fréttamiðlum.
Dæmi um þetta er þegar Rubert Murdoch, einn stærsti fjölmiðlaeigandi í heiminum, ákvað að styðja Tony Blair til að verða forsætisráðherra Bretlands í kosningum 1996. Hann bauð honum að nota síðdegisblaðið The Sun og Blair vann kosningarnar. Það varð hins vegar ekkert af lagasetningu til að takmarka samþjöppun á eignarhaldi í fjölmiðla í kjölfar kosninganna.
Ríkisútvarpið á að vera brjóstvörn almennings í lýðræðisríkjum. Framboð mitt sendi frá sér bréf til Ríkisútvarpsins og fór þess á leit að utanaðkomandi aðilum yrði falin umfjöllun um forsetakosningarnar núna vegna þess að tveir lykilstarfsmenn þess koma við sögu þar, frambjóðandi sem hefur um árabil verið á skjánum í Kastljósi og stjórnaði einum vinsælasta sjónvarpsþættinum útsvari og sambýlismaður hennar sem er fréttamaður Ríkisútvarps. Bent var á að frambjóðandinn hafi lýst því yfir í fréttum víðlesins vefmiðils (pressan.is) þann 5. janúar að hún hugleiddi forsetaframboð. Í byrjun mars gaf hún leyfi sitt fyrir því að taka þátt í skoðanakönnun um hver væri vinsælasti kosturinn til að fara í forsetaframboð og þá var hún enn þá á skjánum. Umræddur starfsmaður Ríkisútvarpsins lýsti yfir framboði til embættis forseta Íslans 4. apríl sl. Í frétt Ríkisútvarpsins um framboðið segir ekkert um hvenær hún lét af störfum hjá