Það er endalaust verið að tala um flottar konur; bæði í félagsmiðlum og hefðbundnum fjölmiðlum. Leikkonan Anne Hathaway sem lék hina ógæfusömu vændiskonu Fantine, í kvikmyndinni um Vesalinganna – er sögð hafa sett sig vel inn í málefni varðandi mansal og vændi áður en hún tók að sér hlutverkið. Hún fékk óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki. Í þakkarræðunni vék hún að þeim óhugnaði sem vændi og mansal er. Enda vandamálið hvergi langt undan. En hvernig brugðust fjölmiðlar við – fókusinn var allur á kjólana og líkama leikkvennana. Ekki skrýtið þótt mansal og allur sá viðbjóður sem því fylgir nái að grassera sem aldrei fyrr.
Samningur Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali tók gildi á Íslandi hinn 1. júní 2012
Sjá samninginn hér
Úr myndinni Les Miserables
Reykjavík, 3. mars 2013.