Nærmynd af Herdísi Þorgeirsdóttur

Viðtöl við vini Herdísar og systur um æsku hennar uppvöxt, feril og persónu í Íslandi í dag á Stöð 2, 15. maí 2012. Umsjón Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Sindri Sindrason.

Þessu góða fólki eru færðar þakkir fyrir framlag þeirra og fagleg vinnubrögð.

Elísabet Ronaldsdóttir

“Herdís hefur skýra sýn á hlutverk forseta Íslands, hugmyndafræði hennar öll er mörkuð af störfum hennar í þágu mannréttindamála og tjáningarfrelsis og hún er fyrir hugmyndir um sjálfbærni. Get ekki hugsað mér betri forseta. Áfram Herdís!”

– Elísabet Ronaldsdóttir á FB 17. maí, 2012

 

 

 

 

 

 

 

Herdís Magnea Hübner

“Ef þið eruð í vafa um hver sé hæfasti forsetaframbjóðandinn, skuluð þið horfa á þessa nærmynd. Hugsið svo um hvort það sé boðlegt að láta telja sér trú um að það séu bara tveir möguleikar í boði”.

– Herdís Magnea Hübner á FB 15. maí, 2012.

 

 

 Vigdís Grímsdóttur rithöfundur um Herdísi

“Það er ekkert auðveldara í veröldinni en að styðja heiðarlega hugsjónamanneskju með sterka réttlætiskennd; manneskju sem hefur skömm á mismunun í samfélaginu, berst fyrir mannréttindum, jafnrétti og bræðralagi og lætur hvorki hinn dauðþreytta fjórflokk né hin ísmeygilegu peningaöfl gengisfella sannfæringu sína. Herdís er traustsins verð, hún kemur til dyranna einsog hún er klædd og segir það sem henni býr í brjósti.”

(Úr ummælakerfi):

Vigdís Grímsdóttir · Works at Rithöfundur/kennari

Það var einhver sem sendi mér póst og spurði hvort það væri eitthvað sérstakt að ég styddi Herdís Þorgeirsdóttir ( þgf) – svarið er já – það er sérstakt, ég styð ekki fólk nema það hljómi við þá sannfæringu mína að allir menn séu jafnir og eigi sama rétt, að öllu fólki sé gert jafnt undir höfði, slíkar manneskjur eru fágætar, Herdís Þorgeirsdóttir, er ein þeirra!