Hvað gerir Trump? Var honum alvara með að þurrka upp spillingarfenið?

Óðinn Jónsson bauð mér á morgunvaktina til að ræða Hæstarétt Bandaríkjanna nú þegar Anthony Kennedy dómari við réttinn hefur ákveðið að láta af störfum.

Trump freistar þess að skipa nýjan dómara á kosningaári. Það er engin nýlunda að slíkt sér gert en áhugavert að fylgjast með því hvort Trump verður samkvæmur sjálfum sér þegar hann velur dómaraefnið. Í kosningabaráttunni 2015 hafði hann hátt um þá spillingu sem fylgdi óheftum fjárframlögum til kosningabaráttu.

Anthony Kennedy sem nú lætur af störfum skrifaði rökstuðninginn fyrir niðurstöðu í einum umdeildasta dómi síðari tíma í máli Citizens United v. Federal Election Commission 2010 – þar sem Hæstiréttur tryggði fyrirtækjum og fjármálaöflum tjáningarfrelsi með ófyrirséðum afleiðingum fyrir lýðræðið. Obama kvaðst þá myndu í samstarfi við þingið bregðast við en gerði það ekki! Það liðu sex ár og þá sté Trump fram á sjónarsviðið og kvaðst myndu sporna gegn þeirri þróunn sem fyrrgreindur dómur staðfesti. Nú er að sjá hvort hann skipar framsýnan hugsjónamann eins og Louis Brandeis sem sat í réttinum frá 1916-1932 og beitti sér gegn yfirgangi stórfyrirækja – kannski einn merkasti dómari í sögu Hæstaréttar Bandaríkjanna.

Hlusta hér.

 

Ferilskrá Herdísar

Ferilskrá Herdísar

Dr. Juris Herdís Þorgeirsdóttir er lögmaður í Reykjavík. Hún hefur víðtæka reynslu úr akademíu og atvinnulífi, starfar bæði hér og á alþjóðavettvangi. Hún var skipuð fyrsti prófessorinn við lagadeild háskólans á Bifröst 2004 og hefur einnig kennt við háskóla erlendis. Herdís lauk doktorsprófi í lögum með dr. juris gráðu (frá lagadeild Lundarháskóla 2003). Sérsvið hennar…

Curriculum vitae

Dr Herdís Thorgeirsdóttir is an attorney at law in Reykjavík. She was appointed professor of constitutional law and human rights at the Faculty of Law, Bifrost University in 2004. She is First Vice President of the Venice Commission (the Council of Europe Commission for Democracy through Law) since 2017. Since 2003 she has been a…