Feneyjanefnd gagnrýnir breytingar á stjórnarskrá Azerbaijan

azeri-president-ilham-aliyevFeneyjanefnd í bráðabirgðaáliti, sem sagt er frá á forsíðu Evrópuráðsins í dag – gagnrýnir fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskrá Azerbaijan sem bornar verða undir þjóðaratkvæði 26. september n.k.

 Breytingarnar munu hafa mikil áhrif á valddreifingu í Azerbaijan þar sem þær færa forseta landsins aukin og fordæmalaus völd. Kjörtímabil hans verður lengt úr fimm í sjö ár. Engin takmörk eru fyrir því hvað hann getur setið mörg kjörtímabil en forsetinn er þegar mjög valdamikill.

Önnur breyting gerir ráð fyrir að forsetinn geti leyst þingið upp sem lamar í raun stjórnarandstöðuna. Breytingarnar munu bitna  á sjálfstæði dómstóla þar sem dregið verður úr hlutverki þingsins í að samþykkja skipanir dómara.

Þá gera fyrirhugaðar breytingar ráð fyrir skipunum varaforseta án undangengins kjörs sem geta tekið við stjórn landsins ef svo ber undir auk þess sem forsetinn getur boðað til kosninga þegar honum sýnist.

Í áliti Feneyjanefndar er aðdragandi þjóðaratkvæðis gagnrýndur þar sem engar alvöru umræður hafi farið fram um fyrirhugaðar breytingar á stjórnskipun landsins; fyrirvarinn sé allt of skammur og skort hafi á almenna umræðu.

 

 

 

 

Ferilskrá Herdísar

Ferilskrá Herdísar

Dr. Juris Herdís Þorgeirsdóttir er lögmaður í Reykjavík. Hún hefur víðtæka reynslu úr akademíu og atvinnulífi, starfar bæði hér og á alþjóðavettvangi. Hún var skipuð fyrsti prófessorinn við lagadeild háskólans á Bifröst 2004 og hefur einnig kennt við háskóla erlendis. Herdís lauk doktorsprófi í lögum með dr. juris gráðu (frá lagadeild Lundarháskóla 2003). Sérsvið hennar…

Curriculum vitae

Dr Herdís Thorgeirsdóttir is an attorney at law in Reykjavík. She was appointed professor of constitutional law and human rights at the Faculty of Law, Bifrost University in 2004. She is First Vice President of the Venice Commission (the Council of Europe Commission for Democracy through Law) since 2017. Since 2003 she has been a…