Að hafa átt samtal við þjóðina

bessastadir-20261Fjöldi fólks hefur nú boðið sig fram til að gegna embætti forseta Íslands. Ekki sér fyrir endan á framboðum.  Forseti Íslands er þjóðhöfðingi, æðsti embættismaður ríkisins og kemur fram fyrir hönd lands og þjóðar á alþjóðavettvangi. Burtséð frá því hvort fólki finnst þetta embætti tímaskekkja eða hvaða breytingar megi hugsanlega gera á því, þá er ekki úr vegi að velta fyrir sér hvaða kröfur eigi að gera til þess sem sækist eftir því að verða forseti Íslands.

 

  1. Forseti Íslands þarf að hafa gott vald á íslenskri tungu; þekkja menningararfinn og söguna.
  2. Forseti Íslands þarf að kunna skil á stjórnskipun landsins og hafa skarpa sýn á hugmyndafræðileg ágreiningsmál í samfélaginu.
  3. Forseti Íslands þarf að hafa gert sig gildandi á alþjóðavettvangi og vera vel mæltur á önnur tungumál.
  4. Forseti Íslands þarf að vera þekktur af verkum sínum (í ritinu Stjórnskipunarréttur eftir Ólaf Jóhannesson segir að forseti þurfi að vera“hæfileikamaður”).
  5. Síðast en ekki síst þarf sá sem sækist eftir þessu embætti að “hafa átt samtal við þjóðina”, lagt eitthvað af mörkum í þjóðfélagsumræðunni, skrifað eða talað fyrir einhverju málefni sem hefur haft áhrif í samfélaginu, jafnvel einnig alþjóðlega.

Því má svo við bæta að auðvitað skiptir öllu máli að þetta æðsta embætti þjóðarinnar skipi heiðarleg, réttsýn og velviljuð manneskja.

Ferilskrá Herdísar

Ferilskrá Herdísar

Dr. Juris Herdís Þorgeirsdóttir er lögmaður í Reykjavík. Hún hefur víðtæka reynslu úr akademíu og atvinnulífi, starfar bæði hér og á alþjóðavettvangi. Hún var skipuð fyrsti prófessorinn við lagadeild háskólans á Bifröst 2004 og hefur einnig kennt við háskóla erlendis. Herdís lauk doktorsprófi í lögum með dr. juris gráðu (frá lagadeild Lundarháskóla 2003). Sérsvið hennar…

Curriculum vitae

Dr Herdís Thorgeirsdóttir is an attorney at law in Reykjavík. She was appointed professor of constitutional law and human rights at the Faculty of Law, Bifrost University in 2004. She is First Vice President of the Venice Commission (the Council of Europe Commission for Democracy through Law) since 2017. Since 2003 she has been a…