Ábyrgð fjölmiðla og ímynd innflytjenda

Opin málstofa Alþjóðahúss verður haldin í dag, fimmtudaginn 27. mars kl. 17:00 . Málstofan fer fram í Kornhlöðunni og fjallar um ímynd innflytjenda í íslenskum fjölmiðlum. Bera fjölmiðlar einhverja sérstaka ábyrgð við umfjöllun um innflytjendur eða fólk af erlendum uppruna? Hvernig er þessari umfjöllun háttað í samanburði við nágrannalönd okkar? Getur ákveðin umfjöllun verið fordómaskapandi? Það er staðreynd að innflytjendur eru minnihlutahópur sem finnur oft fyrir fordómum á Íslandi. Þess vegna hefur því oft verið haldið fram að fjölmiðlar og þá sérstaklega fréttamenn þurfi að móta sérstakar vinnureglur við umfjöllun um fólk af erlendum uppruna. Annars er hætta á að tiltekin tegund umfjöllunar leiði til frekari fordóma sem bitna á hópi fólks sem á sérstaklega erfitt með að verja sig. Um þessi mál og fleiri verður rætt í Kronhlöðunni (salur veitingahússins Lækjarbrekku). Til máls taka Dr. Herdís Þorgeirsdóttir, Dr. Þorbjörn Broddason, Anna G. Ólafsdóttir og Pawel Bartoszek. Ævar Kjartansson stýrir umræðunum og fulltrúar stærstu fjölmiðlanna taka þátt í pallborðsumræðum.
ALLIR ERU ELKOMNIR

Dagskrá:

Dr. Herdís Þorgeirsdóttir talar um ábyrgð fjölmiðla.

Þorbjörn Broddason prófessor í félagsfræði við HÍ fjallar um spurninguna hvort fréttaflutningur og fjölmiðlaumfjallanir geti ýtt undir staðalmyndir um ákveðna minnihlutahópa.

Anna G. Ólafsdóttir, frá Blaðamannafélagi Íslands, fjallar um siðareglur blaðamanna og stefnu í fréttaflutningi varðandi fólk af erlendum uppruna.

Pawel Bartoszek, háskólanemi talar um ímynd innflytjenda í fjölmiðlum.

Þátttakendur í pallborðsumræðum Karl Blöndal aðstoðarritstjóri orgunblaðsins, Þór Jónsson fréttamaður á töð 2 og fulltrúi fréttastofu RÚV.

Ævar Kjartansson stýrir málþinginu og pallborðsumræðum.

Ferilskrá Herdísar

Ferilskrá Herdísar

Dr. Juris Herdís Þorgeirsdóttir er lögmaður í Reykjavík. Hún hefur víðtæka reynslu úr akademíu og atvinnulífi, starfar bæði hér og á alþjóðavettvangi. Hún var skipuð fyrsti prófessorinn við lagadeild háskólans á Bifröst 2004 og hefur einnig kennt við háskóla erlendis. Herdís lauk doktorsprófi í lögum með dr. juris gráðu (frá lagadeild Lundarháskóla 2003). Sérsvið hennar…

Curriculum vitae

Dr Herdís Thorgeirsdóttir is an attorney at law in Reykjavík. She was appointed professor of constitutional law and human rights at the Faculty of Law, Bifrost University in 2004. She is First Vice President of the Venice Commission (the Council of Europe Commission for Democracy through Law) since 2017. Since 2003 she has been a…