Nokkrar myndir

15. október 2012

 Ingrid Schulerud

Ingrid Schulerud heilsaði upp á mig á fundi hjá Evrópuráðinu í vikunni. Hún sagðist hafa lesið um forsetakosningarnar á Íslandi í norsku pressunni. Ingrid er stjórnmálafræðingur að mennt og starfar að málefnum Evrópska efnahagssvæðisins í utanríkisráðuneytinu í Osló. Eiginmaður hennar er Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs. Þess má jafnframt geta að föðursystir hennar var hinn dáði og verðlaunaði barnabókahöfundur, Ann-Cath Vestly. Hver man ekki eftir bókinni um  Óla Alexander Fíli bomm-bomm?

Caroline Martin

Er lögfræðingur sem starfar hjá Nefnd Evrópuráðsins um lýðræði með lögum (Feneyjarnefnd) – á sviði lýðræðisstofnana og mannréttinda. Hún á þýska móður en franskan föður og er alin upp í Frakklandi. Hún hefur starfað hjá Evrópuráðinu í nokkuð langan tíma; er mikil fagmanneskja og frábær í samstarfi.

Dan Meridor

Í þó nokkurn tíma hefur þessi maður verið sessunautur minn á fundum hjá Evrópuráðinu – fulltrúi Írlands situr á milli okkar, þ.e. Íslands og Ísrael. Dan Meridor heitir hann og er varnamálaráðherra og varaforsætisráðherra Ísrael. Lífverðir fylgja honum hvert fótmál. Hann hefur áður gegnt stöðu dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra enda verið lengi tengdur stjórnmálum. Hann er fæddur í Jersúsalem 1947; er lögfræðingur að mennt; en gegndi herþjónustu áður. Las einhvers staðar að hann hafi verið skriðdrekaforingi í sex daga stríðinu á milli Ísraels annars vegar og Egyptalands, Jórdaníu og Sýrland hins vegar í júní 1967 og Jóm Kippur stríðinu í október 1973 á milli Ísraels annars vegar og bandalags Arabaríkja hins vegar. Stríðið hófst með sameiginlegri árás Egyptalands og Sýrlands á Ísrael á jóm kippur, hátíðisdegi gyðinga.

 Slavica Banic

Á myndinni er ég með Slavica Banic, sem er dómari við stjórnlagadómstólinn í Króatíu og með mér í Evrópusamtökum kvenlögfræðinga – (www.ewla.org). Hún er fædd í Sarajevo í Bosníu Hersegóvínu í febrúar 1966 og lauk laganámi frá háskólanum í Zagreb. Hún var skipuð dómari við stjórnlagadómstólinn í Króatíu 2008.

 

Þorgerður Erlendsdóttir

Æskuvinkona mín, Þorgerður Erlendsdóttir er dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.  Til hægri á myndinni er yngsta systir hennar, Hugborg. Þorgerður er einstök kona, vandvirk, vel gefin, vel gerð og vill hvers manns vanda leysa.

Ferilskrá Herdísar

Ferilskrá Herdísar

Dr. Juris Herdís Þorgeirsdóttir er lögmaður í Reykjavík. Hún hefur víðtæka reynslu úr akademíu og atvinnulífi, starfar bæði hér og á alþjóðavettvangi. Hún var skipuð fyrsti prófessorinn við lagadeild háskólans á Bifröst 2004 og hefur einnig kennt við háskóla erlendis. Herdís lauk doktorsprófi í lögum með dr. juris gráðu (frá lagadeild Lundarháskóla 2003). Sérsvið hennar…

Curriculum vitae

Dr Herdís Thorgeirsdóttir is an attorney at law in Reykjavík. She was appointed professor of constitutional law and human rights at the Faculty of Law, Bifrost University in 2004. She is First Vice President of the Venice Commission (the Council of Europe Commission for Democracy through Law) since 2017. Since 2003 she has been a…