Virt grískt tímarit hefur birt lista yfir 2059 bankareikninga í Sviss í eigu viðskiptajöfra og opinberra starfsmanna, þ.á m. forseta þingsins.

Tilgangur birtingarinnar er að sögn tímaritsins að vekja athygli á því hvort innistæðurnar  komi fram á skattskýrslum í Grikklandi. Listinn  er sagður að upplagi vera sá sami og Christine Lagarde núverandi yfirmaður Alþjóðagjaldeyrisins (þá fjármálaráðherra Frakklands) afhenti gríska fjármálaráðherranum 2010 til að aðstoða grísk stjórnvöld við að koma í veg fyrir gífurleg undanskot frá skatti.

Listanum ku hafa verið lekið til tímaritisins af starfsmanni svissneska bankans. Nokkrum klukkustundum eftir að tímaritið kom út var gefin út ákæra á hendur ritstjóra og útgefanda blaðsins.  Hann bendir á að nær væri að ganga að eigendum reikninganna en að gera hann að sökudólgi.

Undanfarið hafa tveir fyrrum fjármálaráðherrar Grikklands komið sér hjá því að svara hver viðbrögð stjórnvalda voru við upprunlega listanum yfir bankareikninga sem Christine Lagarde afhenti þeim.

Ástandið í landinu er  eldfimt enda mikill niðurskurður framundan. New York Times birtir umfjöllun um málið og segir að þessi síðasta uppákoma varpi frekari ljósi á tengslin milli kjörinna stjórnvalda og aðila í viðskiptalífi, sem er jarðvegur þeirrar spillingar sem vegur að rótum grísks samfélags. Sýnt þykir að stjórnvöld aðhöfðust ekkert þegar þau fengu listann í hendur.

Tímaritið sem birti listann setti þann fyrirvara með birtingunni að það væri ekki ólöglegt að eiga bankareikninga í Sviss. Listinn væri birtur til að vekja athygli á því hvort innistæðurnar kæmu fram á grískum skattskýrslum. Fljótlega eftir að listinn var birtur var gefinn út ákæra á hendur ritstjóranum fyrir brot á friðhelgi þeirra sem voru á listanum. New York Times segir þeirra að þeirra á meðal sé forseti gríska þingsins sem  átt hafi reikning í svissneska bankanum  frá 2003 með fyrirtæki í skattaskjóli í Líberiu.

Reuters greinir frá því í dag að birting „Lagarde-listans“ sé olía á eldinn í grísku samfélagi, sem er á barmi gjaldþrots og þar sem stjórnmálamenn eru rúnir trausti; þeir auðugu séu að verða auðugri á sama tíma og hinum  verr settu blæði vegna niðurskurðar.

Ritstjórinn er þekktur grískur rannsóknarblaðamaður, Kostas Vaxevanis,  og segir hann ákæruna á hendur sér rangláta þar eð spjótin ættu að beinast að þeim sem eru að koma miklulm fjármunum undan skatti og ráðherrunum, sem ekkert aðhöfðust þegar þeir fengu listann í hendur. Það er verið að koma sannleikanum  og frjálsri blaðamennsku undir lás og slá, sagði hann í símaviðtali sem hefur farið eins og eldur um sinu um netið.

Sjá umfjöllun Guardian