Uppgjör framboðs Herdísar Þorgeirsdóttur

Frétt Bylgjunnar

Frétt Vísis

Frétt í DV

Frétt Mbl. af útgjöldum frambjóðenda.

Vísir 

RÚV / RÚV um opið bókhald Herdísar

Sjónvarpsfréttir á RÚV daginn eftir að skilafrestur rann út

Var við kennslu í Tbilisi, Georgíu alla síðustu viku. Kom heim á sunnudagskvöld en aðrir frambjóðendur höfðu verið skila fyrir helgina. Uppgjörið fór til löggilts endurskoðanda í gær og er nú komið til Ríkisendurskoðunar.

 

Hér birtist uppgjör mitt vegna kosninga til embættis forseta Íslands þann 30. júní 2012.

Bókhald mitt var opið hér á heimasíðunni fram yfir kosningar, þann 30. júní s.l.

Í þessu uppgjöri, sem er nú vottað af löggiltum endurskoðanda og komið til Ríkisendurskoðunar, er gerð grein fyrir öllum mótteknum framlögum og útgjöldum vegna framboðs míns. Kosningabaráttan stóð yfir tímabilið maí – júní 2012.

Í samræmi við þau málefni sem ég lagði áherslu á í kosningabaráttunni – að peningaöfl ættu ekki að ráða úrslitum í lýðræðisþjóðfélagi, þáði ég enga styrki frá fyrirtækjum.
.