Fyrirtæki, sem keppa að árangri verða að ráða hæft starfsfólk. Það virðist há bæði fyrirtækjum á markaði sem og stofnunum stjórnsýslu að þetta lögmál hefur víða ekki verið haldið í heiðri. Í harðnandi samkeppni hafa fyrirtæki og stofnanir ekki efni á því að ganga fram hjá hæfileikafólki. Fyrirtæki verða að skanna markaðinn og leita bestu og hæfustu starfskrafta sem völ er á.

Í dag er jafnlaunadagurinn, þar sem fyrirtæki á evrópska efnahagssvæðinu eru minnt á mikilvægi þess að til þess að ná sjálfbærni í árangri ættu þau að ná til sín  hæfileikaríkum konum.

Íbúum í Evrópu er að fækka og þeir eru að eldast. Það verður æ erfiðara að endurmanna vinnumarkaðinn með hæfu fólki. Í harðnandi samkeppni á heimsvísu þurfa fyrirtæki að standa sig, bæði í framleiðslu, þjónustu og andspænis æ flóknari tækni.

Hæfileikar kvenna á vinnumarkaði eru vannýttir. Á Íslandi er þátttaka kvenna í atvinnulífinu meiri en víða annars staðar en karlar eru í öllum helstu áhrifastöðum. Konur virðast oft ekki fá tækifæri nema farið sé að fjara undan á þeim sviðum þar sem þær ná toppnum. Tölfræði í Evrópu sýnir að konur eru aðeins 16 prósent af stjórnum fyrirtækja og kynbundinn launamunur er að meðaltali um 16 prósent. Hjúkrunarkonur rétt skrimta af laununum sínum enda á tífallt lægri launum en meðallaun starfsmanna í reykvískum fjárfestingarbanka.

28. febrúar 2013