Greco“Íslendingar” eru hvattir til virkari aðgerða gegn spillingu í stjórnkerfinu. Bent er á að einhver árangur hafi náðst eftir hrun en mikið verk sé óunnið.

Þetta eru niðurstöður í skýrslu GRECO sem er birt í dag, 28. mars. GRECO er hópur ríkja á vettvangi Evrópuráðsins sem beitir sér í baráttunni gegn spillingu meðal þingmanna, dómara og saksóknara.

Í skýrslu GRECO er bent á fámennið á Íslandi og fjarlægðina frá öðrum löndum sem ýti undir klíkuskap og hagsmunaárekstra. Gagnsæi er vopn gegn spillingu og telja skýrsluhöfundar að sú viðleitni sé viðurkennd á 

kossar-á-þingiÍslandi í kjölfar hrunsins, 2008.

Skýrsluhöfundar benda á viðleitni í þá átt að setja reglur, sem krefji stjórnmálamenn um að gera grein fyrri fjárframlögum til sín. Þó sé mikilvægt að herða aðgerðir gegn spillingu í stjórnmálum til að endurvekja traust á þinginu.

Hér er skýrslan.