herdís 2012Jón Baldur Lorange skrifar: Herdís Þorgeirsdóttir kom vel fyrir í þætti Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Hér er glæsilegur forsetaframbjóðandi á ferð á allan hátt. Sjónarmið hennar til forsetaembættisins og annarra málefna eru heilbrigð og skynsöm. Hún veit hvað hún syngur. Menntun hennar og reynsla er afgerandi miðað við aðra frambjóðendur. Ef aðstæður væri aðrar hvað varðar forsetakosningarnar að þessu sinni hefði ég örugglega kosið Herdísi sem næsta forseta Íslands. Þeim aðstæðum hef ég lýst áður.

En það koma forsetakosningar eftir þessar forsetakosningar og Herdís getur vel við unað.

ATHUGASEMDIR

1identicon

Stundin er alltaf rétt til að gjöra hið rétta – er það ekki?

http://www.visir.is/kjosum-med-hjartanu/article/2012120619707

Elín Sigurðardóttir 13.6.2012 kl. 08:56

2identicon

Eftir því sem frambjóðendurnir tjá sig meira er að koma skýrar í ljós að það er Herdís sem er mest sannfærandi kosturinn í stöðunni. Fylgi við hana mun smám saman aukast og með því sannfæra hörðustu andstæðinga sitjandi forseta að hún er eini rétti valkosturinn á kjördag. Sjáiði til!

Grímur 13.6.2012 kl. 10:05

3Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála hún kom afskaplega vel fyrir, hafði öll svör á reiðum höndum og datt aldrei í gryfjur spyrjenda.  Svo er hún líka afar flott kona.  Mæli með henni næst á eftir Ólafi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.6.2012 kl. 12:32

4Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Svo er hún alþýðleg,hitti hana í Hámu,en Ólaf svík ég ekki.

Helga Kristjánsdóttir, 13.6.2012 kl. 14:50

5Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Herdís hefur komið afar fersk inn í þessa kosningabaráttu. Þroski hennar og þekking kemur vel fram.

Sigurður Þorsteinsson, 13.6.2012 kl. 22:30

6Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Herdís er flott forsetaefni. Hefur verið sjálfri sér samkvæm, skýrmælt, kraftmikil og fylgin sér. Svo veit maður fyrir víst að það er hún sem er í framboði en ekki makinn, eða staðgengill orlofskonunnar ágætu.

Það má ekki gleyma hinum helmingunum sem eru í framboði á hliðarlínunni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.6.2012 kl. 00:23

7Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm það er mikið lagt upp úr blessuðu barninu á þeim vígstöðvum, manni brá eiginlega þegar frambjóðandinn var komin með barnið í fangi, því hingað til hefur það verið á handlegg pabbans á öllum myndum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.6.2012 kl. 00:29

8identicon

Herdís stóð sig afburðavel í viðtalinu á RÚV-sjónvarpi í gærkvöldi.

Hún mun uppskera … fyrr en síðar.  Það mun Andrea einnig gera.

Þær eru að mínu mati nú þegar orðnir sigurvegarar, á sinn eigin hátt.

Pétur Örn Björnsson 14.6.2012 kl. 00:50