Íslensku strákarnir stórkostlegir. Glæsilegasta landkynning sem Ísland hefur fengið! liðiðÞeir áunnu sér aðdáun og virðingu umheimsins. Franska liðið þakkaði þeim drengilega baráttu eftir leikinn í gær. Undir handleiðslu Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar sýndu þeir að vilji er allt sem þarf og góð skipulagning. Þeir sýndu karakter í leiknum, voru aldrei með óhemjugang eða prímadonnustæla; en börðust af ástríðu við lið sem hafa “glóbal” fjármagn á bak við sig. Og þeir voru aldrei flottari en þegar þeir tóku á móti hyllingu tryggu íslensku áhorfendanna eftir að hafa tapað orustunni við Frakka – í mínum huga unnu þeir stríðið!