8. maí 2012 herdis.is
Aðalframkvæmdastjóri Evrópuráðsins (með 47 ríki innan sinna vébanda og yfir 800 milljónir íbúa en Ísland varð aðili 1950) varaði við því þann 2. maí s.l. að fjársterkir aðilar hefðu orðið slík ítök í fjölmiðlum að þeir væru komnir með tak á kjörnum stjórnvöldum.
Hann benti á að almenningur er ekki meðvitaður um þessi tengsl fjármála, fjölmiðla og stjórnmála. Það eru fjármála- og hagsmunaöflin sem stjórna ferðinni ekki þeir sem almenningur hefur kosið til þess.
Óvissuástandið í efnahagsmálum er áhyggjuefni. En það er ekki síður áhyggjuefni að fólk sér ekki lýðskrumið og það hrun sem hefur orðið á þeim gildum sem við viljum byggja samfélag okkar á.
Fólk vantreystir stjórnmálamönnum. Eingöngu með því að rjúfa tengslin á milli hagsmunaðila og kjörinna stjórnvalda getum við byggt upp heilbrigt lýðræði.
Lýðræðið er í hættu. Þeir einu sem geta komið því til bjargar eru almennir borgarar. En almennir borgarar geta líka átt þátt í því að tortíma lýðræðinu með því að kjósa yfir sig öfl sem eru ekki bundin verðleikum heldur hagsmunum.
Þeir sem gleyma fortíðinni endurtaka mistökin.