(06.05.2012 herdis.is) Páll Skúlason prófessor í heimspeki hvetur til umræðu um forsetaembættið á vefsíðu Egils Helgasonar í dag. Hann segir m.a. um forsetann:
„Ef forsetinn nýtur ekki trausts alls þorra þjóðarinnar getur hann ekki gegnt hlutverki sínu með þeim hætti sem hlutverkið krefst. Þá sameinar hann okkur hvorki inn á við né út á við . . .“
Af þessu tilefni vil ég taka fram örstutt:
Á meðan við búum við óbreytta stjórnskipun og Alþingi Íslendinga nýtur ekki trausts nema hjá broti af þjóðinni (þingmaður lýsir ástandinu þar sem „helsjúku“) þá er embætti forseta Íslands hvorki úrelt né óþarft. Það er nauðsynlegt að það embætti skipi manneskja, sem er hvorki hluti af flokkakerfinu né tengd hagsmunaöflum í samfélaginu. Eingöngu slíkur einstaklingur getur notið trausts meðal þjóðarinnar. Eingöngu slíkur einstaklingur getur notið trúnaðar alls Alþingis en ekki aðeins hluta þess. Gagnvart stríðandi öflum í samfélaginu gildir hið sama.
Meira síðar.
Kær kveðja,
Herdís Þorgeirsdóttir