Enginn af rithöfundum Viktoríutímans þekkti eins kjör fátækra í borgum og Charles Dickens. Hann bjó á Doughtystræti í Lundúnum og ráfaði oft um um götur borgarinnar að næturlagi. Þar hafa orðið til fyrirmyndir að mörgum af hans helstu sögupersónum. Sem barn vann hann í verksmiðju þegar foreldrar hans voru í skuldafangelsi. Síðar stofnaði Dickens heimili fyrir fátækar konur sem áttu hvergi höfði sínu að halla. Þar var hann allt í öllu, útvegaði það sem þær þurftu.
Dagur sem kenndur er við kvenréttindi er merkingarlaus ef baráttumálin eru ekki í tengslum við kjarna vandans, vaxandi misskiptingu og aukna fátækt; kvenna, barna og karla.