Með utanríkisráðherra Ungverjalands, János Martonyi.
Nokkrar svipmyndir frá fundi stjórnar Evrópsku lagaakademíunnar (ERA), sem er miðstöð þekkingar í Evrópurétti og býður upp á námskeið á öllum sviðum réttarins. Þeir sem sækja námskeið eru dómarar frá aðildarríkjum ESB og af evrópska efnahagssvæðinu; saksóknarar, lögmenn, fræðimenn, starfsmenn stjórnsýslu og fleiri. Er núna í vinnuhópi á sviði stjórnskipunar og grundvallarréttinda.
Með dr. Paulina Koskelli, formanni stjórnar. Hún er forseti hæstaréttar Finnlands.
Með Diane Wallis, fyrrum varaforseta Evrópusambandsins.
Á vinnufundi í París með Jan Helgesen.
Með Bogdan Aurescu, aðstoðarutanríkisráðherra Rúmeníu á fundi um stjórnskipunarmálefni í Norður-Afríku. Um miðjan maí var ég með framsögu á vinnufundi í Marrakech í Marokkó um fundi um stjórnarskrárbreytingar á tímum samfélagslegs umróts. Á fundinum skýrðu þeir sem komu að samningu stjórnlaga í Alsír, Egyptalandi, Jórdaníu, Líbíu, Máretaníu, Marokkó og Túnis frá stjórnarskráumbótum í þeim ríkjum. Á fundinum var rætt um mikilvægi þess að umbætur á stjórnskipun miðuðu að því að draga úr spillingu. Ráðstefna þessi var m.a. skipulögð innan ramma Evrópusambandsins um styrkingu lýðræðislegra umbóta á suðlægum slóðum en stærsti styrktaraðilinn var utanríkisráðneyti Noregs og þýski Hanns Seidel sjóðurinn.
Með Maud de Boer Buquicchio fyrrum varaframkvæmdastjóra Evrópuráðs og fórkólfi í málefnum barna og kvenna.
Með breskum lögmönnum, Gavin Millar og Richard Clayton en við höfum unnið saman að verkefni á sviði meiðyrðalöggjafar.
Undanfarin tíu ár hef ég starfað í teymi lögfræðinga sem vinna að því að skoða innleiðingu jafnréttistilskipana í löggjöf heimaríkis á grundvelli ESB og EES löggjafar. Á myndinni er ég með samstarfskonum á árlegum fundi í Brussel.
Vegna starfa minna sem forseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga hef ég komið að ýmsum málum er varða jafnrétti kvenna. Á ráðstefnu í Dushanbe í Tajikistan að tala um aðgengi kvenna að dómstólum en ofbeldi gegn konum er landlæg plága í þessu fátæka ríki.
Á vinnufundi með góðum konum.
Konan á myndinni heitir Ingrid Stoltenberg. Maðurinn hennar var forsætisráðherra Noregs – en það sem ég vissi ekki er að föðursystir hennar var barnabókarithöfundurinn Ann Cath Vestly – sem skrifaði söguna um Óla Alexander fílibomm bomm bomm.