Er að undirbúa fyrirlestur vegna ráðstefnu í einu af fyrrum Sovétlýðveldunum og því fátækasta af þeim öllum. Samtök kvenlögfræðinga hafa skipulagt ráðstefnuna. Þetta minnsta ríki Mið-Asíu er aðili að öllum helstu alþjóðlegu mannréttindasamningunum; þ. á m. samningnum um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og samningnum um afnám allrar mismununar gagnvart konum. Engu að síður benda alþjóðleg mannréttindasamtök (Amnesty International; Human Rights Watch o.fl) á það að mannréttindi eru þarna lítilsvirt; spilling mikil; tjáningarfrelsi fótumtroðið og hátt í helmingur kvenna og stúlkubarna í landinu hefur sætt ofbeldi innan fjölskyldunnar.