by Herdís Þorgeirsdóttir | 26.01.2015 | Fréttir
Nokkuð ánægð að sjá að á alþjóðadegi pressunnar 3. maí, hóf John Kakande, ritstjóri dagblaðsins New Vision í Uganda, ræðu sína á African Centre for Media Excellence á því að vitna í skilgreiningu mína á sjálfs-ritskoðun úr bókinni Journalism Worthy oft the Name (2005): (is) when journalists purposedly avoid newsworthy stories as they anticipate negative reactions… for doing what is expected.”

https://www.youtube.com/watch?v=8_vFvBjQ55g
by Herdís Þorgeirsdóttir | 25.01.2015 | Fréttir
EAST OF MY YOUTH er að koma út með nýtt myndband. Dúettinn var stofnaður um mitt ár 2014 og er þegar farinn að vekja mikla athygli.
by Herdís Þorgeirsdóttir | 29.10.2014 | Fréttir
“Stelpu-dúettinn” EAST OF MY YOUTH hefur vakið athygli og í nýlegri umfjöllun bandarísks blaðamanns segir:
“The East of My Youth sound-and-sight spectacular will make their ICELAND AIRWAVES debut at this year’s festival in November. Thelma Jónsdóttir and Herdís Stefánsdóttir stand out in Iceland’s male dominated, visually austere, electronic music scene with their throaty vocals, dazzling stage presence and unabashedly catchy tunes.”
Herdís og Thelma eru báðar útskrifaðar frá Listaháskóla Íslands. Herdís er nú í námi í tónsmíðum við New York háskóla en þar eru þær báðar um þessar mundir að semja tónlist og æfa sönginn á fullu.
Herdís fékk hugmyndina að nafninu EAST OF MY YOUTH úr bók Jacks Kerouac’s: On the Road, “I was halfway across America, at the dividing line between the East of my youth and the West of my future”.
Blaðamaður spyr Thelmu og Herdísi:
“What do you think old Jack would make of your music?”
Þær svara:
“Now, this sure has some great beats!”
Á myndinni er Herdís í vinnustofu sinni í New York.
http://www.mbl.is/smartland/frami/2014/06/21/krossgotur_lifsins_leiddu_thaer_saman/
Tilkynning frá: East Of My Youth @Iceland Airwaves 2014
We are so excited to be one of the artists playing at Iceland Airwaves this year and we want you to join us.
This is our schedule:
7.11.2014: 4.20pm Bunk – Off Venue
8.11.2014: 8pm Frederiksen Ale House – On Venue
9.11.2014: 10pm Gaukurinn – On Venue
We promise you an amazing show and a good party!
See you in a bit!
Thelma og Herdís í pásu í haustsólinni í Central Park í New York þar sem þær eru á fullu að semja tónlist og æfa um þessar mundir.

by Herdís Þorgeirsdóttir | 21.04.2014 | Fréttir
Í nýrri skýrslu á vegum Evrópuráðs er lýst yfir mikilum áhyggjum af stöðu mannréttinda, réttarríkis og lýðræðis í aðildarríkjum Evrópuráðsins, sem eru alls 47 talsins. Í aðfararorðum skýrslunnar segir Thorbjörn Jagland, aðalframkvæmdastjóri Evrópuráðsins, að staðan hafi ekki verið eins ógnvekjandi í marga áratugi – hvað varðar grunngildi samfélagssáttmála þessara ríkja. Bent er á að alvarleg mannréttindabrot megi rekja til víðtækrar spillingar, til þess að menn eru ekki sóttir til saka, refsileysis, mansals, aukinna fordóma, ofsókna og mismununar. Efnhagskrísan og vaxandi ójöfnuður eru álitin veruleg ógn við grunnstoðir lýðræðisríkja, sem vilja teljast réttarríki þar sem mannréttindi eru virt.
Hér er skýrslan.
by Herdís Þorgeirsdóttir | 28.03.2014 | Fréttir
Má til með að vekja athygli á hönnun Helgu Björnsson vegna hönnunar-mars. Hún var lengi hönnuður fyrir hátískuhús Louis Féraud í París . Þá hefur hún hannað búninga fyrir Þjóðleikhúsið og fékk nýlega grímuna fyrir frábæra búninga í Íslandsklukkunni. Helga er hönnuður á heimsmælikvarða og hefur nú hannað “collection” fyrir Eggert feldskera. Hér er nýlegt myndband um Helgu.


by Herdís Þorgeirsdóttir | 28.01.2014 | Fréttir
Þingkonan, Anne Brasseur frá Luxembourg hefur verið kjörin forseti þingmannasamkundu Evrópuráðsins í Strasbourg. Hún er kjörin til eins árs í senn og er önnur konan til að vera kjörin forseti þingsins frá 1949. Hún tekur við af Jean-Claude Mignon sem er í hópi 25 karla sem hafa verið forsetar þingsins. Í gær voru liðin 69 ár frá því að útrýmingarbúðum nasista í Auswitz var lokað og minntist Brasseur þess í þakkarræðu sinni eftir úrslit lágu fyrir. Öll 47 ríki Evrópuráðsins eiga fulltrúa á þingmannasamkundunni í Strassborg. Hér má sjá fulltrúa Íslands á þingmannasamkundu Evrópuráðsins í Strassbourg (skammstafað PACE) en fyrir hópnum fer Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokks.