Rit til heiðurs Antonio La Pergola

Rit til heiðurs Antonio La Pergola

antonia la pergolaÚt er komið rit með greinum eftir þekkta fræðimenn á sviði stjórnskipunar og mannréttinda, birt til heiðurs minningu Antonio La Pergola, fyrrum forseta Feneyjanefndar Evrópuráðsins.

La Pergola var þekktur ítalskur lögspekingur, prófessor, dómari við Evrópudómstólinn og síðast forseti Feneyjanefndar Evrópuráðsins. Hann var fæddur 1931 og lést í Róm í júlí 2007. Ritinu, Liber Amicorum, er ritstýrt af Pieter van Dijk og Simona Granata-Menghini. Herdís Þorgeirsdóttir skrifar kafla um áhrif spillingar á lýðræðisþróun.

 

 

Fundur um fjölmiðla og fjármálahrun í Strassborg

Fundur um fjölmiðla og fjármálahrun í Strassborg

CoE

Viðtal í  Fréttablaðinu við Herdísi um þátttöku hennar á fundi um fjölmiðla hjá Evrópuráðinu í Strassborg:

“Við ætlum meðal annars að ræða hvernig fjölmiðlum er gert kleift að rækja hlutverk sitt sem varðhundar almennings og hvaða úrræði eru til staðar takist það ekki,” segir dr. Herdís Þorgeirsdóttir, prófessor við Háskólann á Bifröst. Skýrsla hennar á sviði fjölmiðlaréttar verður lögð til grundvallar á fundi Evrópuráðsins í Strassborg í dag. Skýrslan, sem hún vann fyrir Feneyjanefnd Evrópuráðsins, hefur vakið heimsathygli, eins og rannsóknir hennar á sviði fjölmiðlaréttar.

“Vissulega er viðurkenning í því að haldinn sé fundur þar sem verk manns eru útgangspunktur í umræðu um hvernig sé hægt að ýta undir ábyrgari fjölmiðlun,” segir Herdís. Hún hóf fyrir fjórtán árum rannsóknir og umræðu um samtvinnun viðskipta og pólitísks valds í fjölmiðlum út frá réttarvernd sem þeir njóta á grundvelli Mannréttindasáttmála Evrópu og í stjórnskipun ríkja, sem lengst eru komin í að tryggja frelsi og sjálfstæði fjölmiðla.

“Ég hóf rannsóknirnar á þeirri forsendu að sjálfsritskoðun væri vandamál í fjölmiðlun. Nú er almennt viðurkennt að það sé víðtækt, vegna þröngs eignarhalds og innri sjálfsritskoðunar, svo þeir geta ekki staðið sig í vörslu almenningshagsmuna,” segir Herdís og tekur efnahagsþrot Íslendinga sem dæmi. “Spyrja má hvort fjölmiðlar hefðu getað stemmt stigu við þróuninni hefðu þeir verið sjálfstæðari og betur búnir til að sinna hlutverki sínu. Ef illa er komið fyrir okkur er það af því að almenningur náði ekki að sporna við fótum þar sem hann var illa upplýstur, en fjölmiðlar eiga að setja pólitíska og efnahagslega umræðu í skýrt samhengi. Aldrei hefur það verið ljósara en nú þegar hugsanlegt þjóðargjaldþrot blasir við og flestir fjölmiðlar komnir undir einn hatt. Hvernig geta þeir rækt hlutverk sitt ef hagsmunatengsl toga í þá?” spyr Herdís og segir sjálfsritskoðun hrjá blaðamenn víða um heim. “Þeir óttast því þeir vita ekki hvað ritstjóra þeirra þóknast. Hann veit ekki hvað eigendum þóknast, sem hugsa um pólitísk tengsl, auglýsendur, fjármagn og oft eigin hagsmuni vegna áhrifa í viðskiptalífi,” segir hún og bætir við að Mannréttindasáttmáli Evrópu verndi stjórnmálaleg og borgaraleg réttindi, meðal annars tjáningarfrelsi.

“Tjáning fjölmiðla er tvíþætt; tjáningar- og upplýsingafrelsi án þess að stjórnvöld leggi áður stein í götu þeirra; svo er óbein hindrun eða ósýnileg ritskoðun vegna eignatengsla, áhrifa fjársterkra aðila og pólitískra ítaka eða sambland af öllu,” segir Herdís og bendir á að stjórnmálamenn heims vilji hafa ritstjóra á sínu bandi til að koma vel út i fjölmiðlum. Samtrygging sé milli fjölmiðla, stjórnvalda og viðskiptalífs, en almenningur verði eftir. “Fjölmiðlar sem byggja afkomu á viðskiptalegum hagsmunum geta varla gagnrýnt sömu öfl, en þá er upplýsingum haldið frá almenningi og afleiðingarnar geta orðið alvarlegar.” Hún segir lýðræði Íslendinga í hættu vegna efnahagslegs ósjálfstæðis. Í bók sem senn kemur út í Evrópu skrifar hún kaflann “Eitthvað er rotið …” um mikilvægi þess að fjölmiðlar taki á spillingu. “Spurning er hvernig þeir eiga að geta það þegar þeir eru sjálfir í valdaflækjunni? Fundur Evrópuráðsins snýst meðal annars um hvort stjórnvöldum beri skylda til að tryggja að fjölmiðlar ræki þetta hlutverk og hvað beri að gera.”thordis

Rannsóknarniðurstöður Herdísar kynntar í Bandaríkjunum

Rannsóknarniðurstöður Herdísar kynntar í Bandaríkjunum

Indiana University School of Law 09Rannsókn íslensk lagaprófessors kynnt æðstu dómurum Bandaríkjanna, eins og segir í fyrirsögn í Fréttablaðinu í dag, 19. júlí, á bls. 6. Það er Judith Resnik lagaprófessor á Yale sem kynnir  niðurstöður rannsókna Herdísar Þorgeirsdóttur á ársfundi forseta hæstaréttar Bandaríkjanna og dómstjóra æðstu dómstóla landsins, í erindi sem hún flytur. “Það er mikill heiður að rannsókn íslensks fræðimanns sé kynnt með þessum hætti og fyrir þessum hópi”, segir Herdís í viðtali við Fréttablaðið í dag. Á myndinni er Judith Resnik.

 

 

2008 ársþing EWLA í London

2008 ársþing EWLA í London

OLYMPUS DIGITAL CAMERAÁttunda árleg ráðstefna Evrópusamtaka kvenlögfræðinga var haldin í London dagana 4. – 5. júlí 2008.  Margir áhugaverðir fyrirlesarar töluðu á ráðstefnunni, þ.á m. hvítklædda konan til vinstri á myndinni hér til hliðar. Hún er danskur þingmaður og heitir Hanne Severinesen. Hún var sérstakur ráðgjafi Juliu Timoshenko, forseta Úkraníu en Hanne sat á Evrópuráðsþinginu í Strassborg í 17 ár.  Aðrir fyrirlesarar voru m.a. Maud de Boer Buquicchio, aðstoðarframkvæmdastjóri Evrópuráðsins, Lenia Samuel sem er annar yfirmanna vinnuréttarsviðs framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins og Diana Wallis varaforseti Evrópusambandsþingsins. Ráðstefnunni lauk með kvöldverði í bresku lávarðadeildinni, þar sem myndin að ofan er tekin. Cohen barónessa sat með okkur til borðs og flutti ræðu.

Íslenskir lögmenn sem sóttu ráðstefnuna voru Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlögmaður, Margrét Gunnlaugsdóttir lögmaður í Hafnarfirði og Hjördís Harðardóttir lögmaður.