Á kjördag

Á kjördag

herdís og brúðgumi 30 jún 2012Mikið fjör búið að vera á kosningamiðstöð Herdísar Þorgeirsdóttur í dag. Þessi brúðgumi, Rúnar Örn Rafnsson, sem verið var að steggja, var meðal fjölmargra gesta, sem komu við í kosningakaffi.

Ólafur Mixa læknir: “Drottningin Herdís”

Ólafur Mixa læknir: “Drottningin Herdís”

ólafur mixaEftifarandi grein eftir Ólaf Mixa lækni birtist í Morgunblaði á kjördegi, laugardagin 30. júní: “Stundum hefur mér fundist að Íslendingar hafi illilega misst af bestu lögunum til að senda í Evrovisonlagakeppnina og úrslitin sannað það. Nú finn ég í aðdraganda forsetakosninga til svipaðrar kenndar. Í kjöri er allt hið mesta ágætisfólk. Skoðanakannanir virðast leiða í ljós að meirihlutafylgi beinist mest að tveimur af þeim sex frambjóðendum sem í kjöri eru. Eru þeir kallaðir turnar. Eins og hrókarnir á skákbretti. Hrókar eru sterkir skákmenn. Geta farið geyst í beinni línu í allar höfuðáttir. En þarna liggur meinið. Menn virðast gleyma því að fyrir miðju tafli sendur drottning sem er mun hreyfanlegri og getur brunað bæði beint og á ská og því enn öflugri skákmaður.

Það væri dapurlegt ef landsmenn létu það tækifæri úr hendi rakna að hefja slíka drottningu til virðingar. Herdís Þorgeirsdóttir ber í sér funa hugsjónamannsins. Eldheitur lýðræðissinni. Yfirlýstur andstæðingur spillingar, þjóðfélagslegs misréttis, ofbeldis peningaafla og stórfyrirtækja og hefur ekki legið á þeim skoðunum. Og ekki síst er hún virk baráttumanneskja fyrir mannréttindum um víðan heim og hefur aflað sér víðtæka reynslu í alþjóðastarfi á þeim vettvangi. Hún er skýrmæltur málsvari heiðarleika og gagnsæi í opinberu lífi. Staðföst og trú sinni sannfæringu, að ekki beri að gera sig á neinn hátt háðan peningavaldi að því marki að hún hafnar fjárframlögum og öðrum gylliboðum frá fyrirtækjum. Hefur aldrei skipað sér í flokkspólitískar viðjar, frjáls, sjálfri sér samkvæm, hugrökk og laus við tækifærismennsku og skrumkennda auglýsingamennsku. Opnar nú bókhald sitt, eins og eðlilegt er. Sú staðreynd að flestir hinna frambjóðendanna þumbast við þungir á brún við að gera hið sama segir meira en mörg orð um viðhorf þeirra og breytni gagnvart opnu lýðræði. Er þar eitthvað, sem best er að láta um kyrrt liggja um sinn?

Herdís hefur til brunns að bera gáfur, víðsýni, menntun og reynslu til að ljá sannfæringu styrk og festu. Innan lögfræðinnar hefur hún lagt stund á alþjóðastjórnmál, einkum mannréttindamálefni, m.a. á vegum opinberra stofnana í Evrópu. Þar er hún formaður Evrópusambands kvenlögfræðinga. Hún hefur stundað fræðimennsku hér? og erlendis, kennt sem prófessor alþjóðarétti. Þessi bakgrunnur og sú virðing sem hún nýtur og víðtæk sambönd getur gert henni kleyft að láta til sín taka á sviði lýðræðisþróunar og mannréttinda sem glæsilegur fulltrúi íslenskra gilda á alþjóðavettvangi.

Íslendingar hafa oft haft þá tilhneigingu að hnussa við akademískum andblæ í þjóðfélagslegri umræðu eða val á forystu. Frekar þótt koma til fólks sem er ?alþýðlegt?, kemur inn í bæ og fær sér molakaffi og skrafar við húsfreyjuna í eldhúsinu. Eða til einhvers sem í raun er þegar orðinn notalegur húsvinur fyrir tilstilli fjölmiðla.

Herdís Þorgeirsdóttir slær ekki um sig né hreykir sér hátt vegna þekkingar sinnar. Hún hefur í ræðu og riti haldið á lofti andófi gegn ofbeldi peningavalds og spillingar í þágu aukins lýðræðis og gegnsæi. Andmæli hennar hafa ekki alltaf vakið hrifningu meðal ráðamanna. Hún er blátt áfram en stefnuföst og svarar ekki hálfkveðnum vísum, margfróð, reynslurík, hnyttin. Og ekki ætti að styggja hve glæsileg hún er. Hún hefur þjóðhöfðingjafas. Það væri skaði ef við misstum af henni eins og einhverju Evróvisionlagi.”

Höfundur er læknir.

http://www.mbl.is/mm/mogginn/blad_dagsins/netgrein.html?art_id=142029

Herdís búin að greiða atkvæði

Herdís búin að greiða atkvæði

herdís í kjörklefaHer­dís Þor­geirs­dótt­ir for­setafram­bjóðandi greiddi laust fyr­ir há­degi at­kvæði í Ráðhúsi Reykja­vík­ur.

Í grein í Morg­un­blaðinu í dag sagði hún þess­ar for­seta­kosn­ing­ar vera mik­il­væg­ar. „At­kvæði þitt get­ur ráðið því hvort við kveðjum Ísland hruns og for­heimsk­un­ar; Ísland út­rás­ar­vík­inga og vit­leysu; ástand þar sem sum­ir urðu vellauðugir í bólu, sem við flest og börn­in okk­ar verðum að greiða dýru verði með skött­um, vöxt­um og verðtrygg­ingu.“

Hún sagði Íslend­inga standa á tíma­mót­um og það væri í okk­ar hönd­um að ákveða hvernig sam­fé­lag við vild­um end­ur­reisa á rúst­um hruns­ins. „Það þarf hug­rekki til að segja: Hingað og ekki lengra. Það þarf hug­rekki til að standa gegn þeim virkj­um sem pen­inga­öfl­in reisa með ítök­um sín­um í póli­tík og pressu sem síðan hafa jafn­vel áhrif á pró­fess­ora og rit­færa penna. Skyldi því nokk­urn undra að al­menn­ing­ur sé átta­villt­ur.“