herdís í kjörklefaHer­dís Þor­geirs­dótt­ir for­setafram­bjóðandi greiddi laust fyr­ir há­degi at­kvæði í Ráðhúsi Reykja­vík­ur.

Í grein í Morg­un­blaðinu í dag sagði hún þess­ar for­seta­kosn­ing­ar vera mik­il­væg­ar. „At­kvæði þitt get­ur ráðið því hvort við kveðjum Ísland hruns og for­heimsk­un­ar; Ísland út­rás­ar­vík­inga og vit­leysu; ástand þar sem sum­ir urðu vellauðugir í bólu, sem við flest og börn­in okk­ar verðum að greiða dýru verði með skött­um, vöxt­um og verðtrygg­ingu.“

Hún sagði Íslend­inga standa á tíma­mót­um og það væri í okk­ar hönd­um að ákveða hvernig sam­fé­lag við vild­um end­ur­reisa á rúst­um hruns­ins. „Það þarf hug­rekki til að segja: Hingað og ekki lengra. Það þarf hug­rekki til að standa gegn þeim virkj­um sem pen­inga­öfl­in reisa með ítök­um sín­um í póli­tík og pressu sem síðan hafa jafn­vel áhrif á pró­fess­ora og rit­færa penna. Skyldi því nokk­urn undra að al­menn­ing­ur sé átta­villt­ur.“