by Herdís Þorgeirsdóttir | 19.01.2019 | Fréttir
Mjög áhugaverð sýning Þjóðleikhússins Dansandi ljóð byggð á nokkuð mögnuðum ljóðum Gerðar Kristnýjar í leikgerð Eddu Þórarinsdóttur var frumsýnd 18. janúar í Þjóðleikhússkjallaranum. Í verkinu er sögð ævisaga konu frá fæðingu til fullorðinsára og túlka leikkonurnar Bryndís Petra Bragadóttir, Helga E. Jónsdóttir, Margrét Kristín Sigurðardóttir (Fabúla), Júlía Hannam, Rósa Guðný Þórsdóttir, Sólveig Hauksdóttir, Vilborg Halldórsdóttir og Þórey Sigþórsdóttir, líf hennar, ástir og örlög í ljóðum, dansi og tónlist, sem Margrét Kristín Sigurðardóttir (Fabúla) hefur samið og flytur. Dansandi ljóð er “ljóðasaga” sem Edda Þórarinsdóttir leik- og söngkona hefur samið og byggir hún á ljóðum úr bókum Gerðar Kristnýjar Guðjónsdóttur Ísfrétt, Launkofa, Höggstað og Ströndum. Magnaður flutningur hjá þessum glæsilegu leikkonum – að túlka með dýpt þessi ljóð.

Búningar og leikgerð eru eftir Helgu Björnsson sem hlaut Grímuna fyrir búninga sína í Íslandsklukkunni. Danshöfundar eru Ásdís Magnúsdóttir og Ingibjörg Björnsdóttir.
Verkið var frumsýnt fyrir fullum sal og dúndrandi lófaklappi í lokin. Óhætt að mæla með þessari sýningu sem er listræn upplifun.
Dauðinn er endapunktur verksins – ljóð Gerðar Kristnýjar um dauðann:
Veisla
Dauðinn er
dama á rauðum skóm
Hún veður
inn í skápa
nær í nýþveginn dúk
og dekkar borð
puntar með postulíni
Dauðinn gefur ekki
þumlung eftir
Hún bræðir
súkkulaðiplötu í potti
og hringir í
vini mína
Hún breytir um rödd
til að blekkja þá
og býður þeim heim
Þeir koma
einn af öðrum
dáist að tertunum
og trakteringunum
og skónum sem
skildir voru eftir
by Herdís Þorgeirsdóttir | 19.06.2018 | Fréttir
Forseti Feneyjanefndar, Gianni Buquicchio, átti fund með forsætisráðherra Ungverjalands í gær í höfuðstöðvum Evrópuráðsins í Strassbourg vegna fyrirhugaðs álits Feneyjanefndar sem tekið verður til umfjöllunar á aðalfundi nefndarinnar í vikunni. Álitið varðar lög sem Ungverjar hyggjast setja til að stöðva umsvif auðkýfinginsins George Soros. Forseti Feneyjanefndar fór þess á leit við ungverska þingið að það hinkraði með lagasetninguna þar til Feneyjanefnd hefði fjallað um álitsdrögin á aðalfundi sínum nú í vikunni. Í álitsdrögunum sem ungversk stjórnhafa þegar fengið í hendur eru settar fram tillögur Feneyjanefndar varðandi fyrirhugaða löggjöf.
Venice Commission President Gianni Buquicchio met with Hungarian Foreign Minister Peter Szijjarto on Monday 18 June in Strasbourg at the Council of Europe to discuss the upcoming opinion on new “Stop Soros” legislative provisions.
President Buquicchio called on the Hungarian Parliament not to proceed with the adoption of the law prior to the expected publication of the Commission’s opinion this coming Friday, or at least to take into account the Commission’s recommendations as they appear in the draft opinion, which has already been sent to the Hungarian authorities.
by Herdís Þorgeirsdóttir | 27.10.2017 | Fréttir

Mynd tekin á Ólafsfirði í júní 2012 og er alveg ótengd efninu. Eldri maður að veiða á bryggjunni og frambjóðandi á hringferð um landið.
Hef tekið saman nokkra tímamótadóma Hæstaréttar Íslands fyrir gagnabanka þeirrar deildar Feneyjanefndar sem fer með stjórnskipuleg málefni. Sjá hér: http://www.codices.coe.int/NXT/gateway.dll?f=templates&fn=default.htm

by Herdís Þorgeirsdóttir | 16.10.2017 | Fréttir
Umfjöllun um morðið á rannsóknar blaðakonunni Dapne Caruana Galizia. Bifreið hennar sprengd í loft upp hinn 16. október 2017. Hún hafði skrifaði um spillingu á Möltu, frændhygli, peningaþvætti, skipulagða glæpastarfsemi, tengsl ráðamanna við skattaskjól í kjölfar birtinga Panama-skjalanna. Síðasta bloggið hennar hálf tíma áður en hún var myrt sagði m.a.“There are crooks everywhere you look now. The situation is desperate.”
Hún hafði stundað rannsóknarblaðamennsku um áratuga skeið og þótti ein hugrakkasta baráttukona fyrir lýðræði og réttarríki, sem landið átti. Að henni var gerður stöðugur aðsúgur. Hún var í tvígang handtekin og tugir aðila fóru í meiðyrðamál við hana en margir drógu slíkt til baka.
https://www.abc.net.au/news/2017-10-17/daphne-caruana-galizia-death-an-attack-on-democracy-free-press/9058822
https://www.independent.co.uk/news/world/europe/daphne-caruana-galizia-malta-journalist-murder-panama-papers-police-investigation-a8484761.html
by Herdís Þorgeirsdóttir | 2.05.2017 | Fréttir
Feneyjanefnd var í fréttum CNN í Tyrklandi á meðan sendinefnd sem leidd var af Herdísi Þorgeirsdóttur varaforseta nefndarinnar átti fundi með stjórnvöldum, blaðamönnum, félagasamtökum og andófsfólki fyrstu vikuna í febrúar. Frá því að neyðarlög voru sett í landinu um miðjan júlí 2016 ríkir þar mikil ólga. Störf Feneyjanefndur sem er ráðgjafi 47 aðildarríkja Evrópuráðsins lúta að því að meta það hvort breytingar á lögum standist evrópsk og alþjóðleg viðmið um mannréttindi, réttarríki og lýðræði. Feneyjanefndin hefur undanfarið ár gefið álit sitt á breytingum á lögum um internetið, ákvæðum almennra hegningarlaga á tjáningarfrelsi í landinu; áhrifum neyðarlaga á fjölmiðla og breytingum á stjórnarskrá landins.