by Herdís Þorgeirsdóttir | 21.09.2016 | Fréttir
Í fréttatilkynningu frá æðsta dómstól Úkraínu er vitnað í ummæli varaforseta Feneyjanefndar í Georgíu í síðustu viku um mikilvægi þess dómarar séu sjálfstæðir í störfum sínum en stjórnvöld þar hafa setið undir ámæli um að beita dómstólinn pólitískum þrýstingi:
Vice-President of the Venice Commission of the Council of Europe Ms Herdis Kjerulf Thorgeirsdottir noted that the unequivocal position of the Venice Commission is that judges should be independent in their activities, as the Constitutional Court is the highest court of the country and is the guarantor of human rights and protection of the Constitution of Georgia and its citizens.
Sjá hér.
by Herdís Þorgeirsdóttir | 5.06.2016 | Fréttir
Feneyjanefndin, nefnd Evrópuráðsins um lýðræði með lögum, hefur birt gátlista fyrir réttarríkið (Rule of Law Checklist). Með þessum ítarlega gátlista á að vera unnt að leggja mat á stöðu réttarríkis, þ.e. hvaða virðing er borin fyrir því í sérhverju aðildarríki Evrópuráðsins en þau eru 47 talsins. Þessi gátlisti á að vera öllum aðgengilegur, yfirvöldum sem almenningi (sjá heimasíðu Evrópuráðsins).

by Herdís Þorgeirsdóttir | 14.05.2016 | Fréttir
Íslenski raftónlistardúettinn East of my Youth, sem starfræktur er í Berlín og skipaður þeim Herdísi Stefánsdóttur og Thelmu Marín Jónsdóttur, gaf nýverið út lagið lagið Mother.
Lagið var frumflutt á vefsíðu i-D Magazine í síðustu viku en það verður á væntanlegri plötu þeirra sem kemur út seint í sumar.
East of my Youth var stofnaður fyrir rúmi ári og hefur meðal annars leikið á tónlistarhátíðunum Sónar, Iceland Airwaves og SxSW í Texas. Lagið Mother var á dögunum selt í bandaríska sjónvarpsþáttinn Faking It sem sýndur er á MTV en að sögn þeirra Thelmu og Herdísar kom tækifærið til í tengslum við tónlistarhátíðina Airwaves.
„Þá var umboðskonan okkar komin til sögunnar og hún fór á svona „networking“ fund og hitti þar konu sem vinnur fyrir umboðsskrifstofu í L.A. og hún smellti heyrnartólum á eyrun á henni og spilaði demó af laginu,“ segir Thelma og Herdís bætir við: „Og hún sagði bara strax: Vá, hvað þetta passar í þættina.“
Þáttunum er lýst sem rómantískum gamanþáttum og voru þeir fyrst sýndir í apríl árið 2014. Þriðja sería þáttanna er nú í sýningu og má heyra lag East of my Youth í þættinum sem sýndur verður þann 17. maí næstkomandi. Þættirnir segja frá vinkonunum Karma og Amy sem hafa lengi reynt að öðlast vinsældir í skólanum. Ekki hefur það gengið sem skyldi og í kjölfar misskilnings koma þær út úr skápnum sem par og öðlast samstundis gríðarlegar vinsældir. Í þáttunum er svo fylgst með margvíslegum afleiðingum þessa.
East of my Youth er með PR-skrifstofu í London þar sem umboðskona þeirra er staðsett og hafa þær meðal annars komið fram á tveimur Showchase-tónleikum þar í borg. Þær segja það vissulega gott tækifæri og mögulegan stökkpall fyrir tónlist þeirra að fá lag í þáttinn.
„Nú er bara búið að læsa lagið inn í þáttinn, þannig þetta er bara „signed, sealed, delivered“,“ segir Thelma hlæjandi en töluverð áhersla er lögð á að kynna nýja tónlist í þættinum og er meðal annars gerður lagalisti á tónlistarveitunni Spotify eftir hvern þátt og er áhorfendamarkhópurinn ungt fólk.
„Reyndar ekki, en litli bróðir minn sem er í MR froðufelldi alveg af æsingi af því það eru víst allir í MR að horfa á þetta,“ svarar Herdís þegar hún er spurð að því hvort þær hafi horft á Faking It. „Þetta er svolítið svona eins og The O.C. fyrir okkar kynslóð,“ segir Thelma.
Þær eru því spenntar fyrir komandi tímum og eru sem stendur staðsettar í Berlín þar sem þær vinna að því að klára plötuna sína og skjóta ekki loku fyrir að efnt verði til útgáfutónleika hér á landi eftir útgáfuna. „Það verða haldnir tónleikar með pompi og prakt einhvers staðar,“ segir Thelma hress að lokum.
(eftir Gyðu Lóu Ólafsdóttur)
Hlusta má á lagið Mother hér.
by Herdís Þorgeirsdóttir | 18.03.2016 | Fréttir
Sjá yfirlýsingu Feneyjanefndar hér. http://www.venice.coe.int/webforms/events/?id=2193
16/03/2016
At its 106th plenary session (Venice, 11-12 March 2016), the Venice Commission had to discuss several cases of undue interference in the work of Constitutional Courts in its member States, a topic which will also be a focus of the 4th Congress of the World Conference on Constitutional Justice (Vilnius, 10-13 September 2017).
A specific opinion, adopted at the 106th plenary session, dealt with amendments to the Law on the Constitutional Tribunal of Poland.
The Venice Commission expresses serious concern over statements made by the President of Turkey who has declared that he will not respect a recent judgment of the Constitutional Court of Turkey and has moreover threatened to abolish this Court. As a Member State of the Council of Europe, Turkey is bound by the Council’s fundamental principles, that of democracy, the protection of human rights and the rule of law. These threats against the Constitutional Court of Turkey are in clear violation of the Council of Europe’s fundamental principles.
Furthermore, the Venice Commission is concerned about problems and delays in appointing judges to the Constitutional Courts of Slovakia and Croatia based on information it has received.
As concerns Georgia, the Commission is concerned about public calls from the executive to terminate the mandate of the President of the Constitutional Court, which risks undermining the authority of this Court.
Sjá hér kynningarmyndband um Feneyjanefnd.
by Herdís Þorgeirsdóttir | 24.02.2016 | Fréttir
Stjórnarskrárnefnd birtir í dag drög að þremur frumvörpum til stjórnarskipunarlaga. Frestur til að gera athugasemdir við frumvarpsdrögin er til þriðjudagsins 8. mars 2016. Athugasemdir sendist vinsamlegast á netfangið postur@for.is. Nefndin áskilur sér rétt til að birta athugasemdir sem berast.
Meginefni frumvarpanna
Í fyrsta lagi er lagt til ákvæði um auðlindir náttúru Íslands. Sett er fram almennt ákvæði um að auðlindir náttúru Íslands tilheyri íslensku þjóðinni og jafnframt kveðið á um meginforsendur auðlindanýtingar; þá er mælt fyrir um þjóðareign á náttúruauðlindum og landsréttindum sem ekki eru háð einkaeignarrétti. Loks er sett skilyrði fyrir veitingu heimilda til nýtingar auðlinda í eigu ríkisins og í þjóðareign og kveðið á um skyldu ríkisins til þess að taka að jafnaði eðlilegt gjald fyrir og gæta jafnræðis og gagnsæis.
Í öðru lagi er lagt til ákvæði um umhverfi og náttúru. Þar verði mælt fyrir um að ábyrgð á vernd náttúru og umhverfis hvíli sameiginlega á öllum og skuli verndin grundvallast á varúðar- og langtímasjónarmiðum með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Kveðið er á um rétt allra til heilnæms umhverfis, almannarétt og upplýsinga- og þátttökurétt almennings.
Í þriðja lagi er lagt til að 15% kosningarbærra manna geti knúið framþjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi. Undanskilin eru þó fjárlög, fjáraukalög, lög um skattamálefni og lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum. Frestur til að bera fram kröfu verði 4 vikur frá birtingu laganna. Þjóðaratkvæðagreiðsluna beri að halda í fyrsta lagi 6 vikum og í síðasta lagi 4 mánuðum frá því að staðfest krafa liggur fyrir. Enn fremur er mælt fyrir um að sama hlutfall kosningarbærra manna geti skotið ályktunum Alþingis um heimild til fullgildingar á þjóðréttarsamningum til þjóðaratkvæðis. Loks er lagt til að löggjafanum sé heimilað með auknum meirihluta að ákveða að fleiri þingsályktanir falli í þennan flokk ályktana sem hægt verði að vísa til þjóðarinnar, þ.e. þær ályktanir sem hafa réttaráhrif eða fela í sér mikilvæga stefnumörkun. Til að hnekkja lögum eða ályktun í þjóðaratkvæðagreiðslu þurfi meirihluti að greiða atkvæði gegn tillögu, sem jafnframt sé að minnsta kosti 25% kosningarbærra manna.
Unnin hafa verið drög að skýringum við ákvæðin þar sem fjallað er um tilefni, nauðsyn og markmið, fyrri tillögur, erlendan rétt og mat á áhrifum.
Forsaga
Stjórnarskrárnefnd gaf út áfangaskýrslu í júní 2014 og gerði þar grein fyrir umræðum í nefndinni um fjögur tiltekin forgangsmál. Tilgangurinn var að efna til opinberrar umræðu og m.a. settar fram spurningar og álitaefni sem vakin var sérstök athygli á. Fjölmargar athuga· semdir bárust við áfangaskýrsluna en þær voru flestar á þann veg að minna á ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu haustið 2012.
Í kjölfar áfangaskýrslunnar leitaðist nefndin við að nálgast sameiginlega niðurstöðu sem nánari útfærsla yrði byggð á. Vorið 2015 leitaði nefndin eftir aðstoð sérfræðinga við þá tillögugerð sem nú liggur fyrir, sjá lista yfir viðkomandi sérfræðinga á fylgiskjali. Sérfræðingarnir hafa síðan verið nefndinni innan handar við frekari útfærslu ákvæðanna og gerð skýringa, en undirstrika ber að ábyrgð á endanlegri tillögugerð er alfarið nefndarinnar. Þá hafa nefndarmenn átt samráð við þingflokka.
Af hverju þrjú frumvörp?
Stjórnarskrárnefnd birtir nú þrjú frumvörp, nánar tiltekið varðandi þjóðareign á náttúruauðlindum, umhverfis- og náttúruvernd og þjóðaratkvæðagreiðslur að kröfu kjósenda. Nefndin ræddi hvort sameina ætti þessi ákvæði í eitt frumvarp en ákvað að halda frumvörpunum aðskildum til þess að kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslu, ef til hennar kemur, hafi meira val. Einhugur er hins vegar um það í nefndinni að æskilegt sé að við þinglega meðferð sé fjallað um frumvörpin samhliða.
Hvert verður framhaldið?
Frestur til að skila inn athugasemdum við fyrirliggjandi frumvarpsdrög er til 8. mars 2016. Óskum um þátttöku fulltrúa í stjórnarskrárnefnd í opnum fundum er hægt að beina til ritara nefndarinnar (sif.gudjonsdottir@for.is).
Unnið verður úr athugasemdum og endanlegum tillögum skilað til forsætisráðherra. Því ætti að vera unnt að leggja frumvörpin fram og ljúka meðferð þeirra á vorþingi. Samkvæmt bráðabirgðaákvæði við stjórnarskrána er áskilið að frumvarp sem lagt er fram á þeim grundvelli hljóti stuðning minnst 2/3 hluta atkvæða á Alþingi og meirihluta atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu, þó minnst atkvæði 40% allra kosningarbærra manna. Þjóðaratkvæðagreiðsluna ber að halda í fyrsta lagi sex mánuðum og í síðasta lagi níu mánuðum eftir samþykkt Alþingis.
Fylgiskjöl:
Sjá hér umfjöllun Mbl. um fund í HÍ um nýju drögin