Ályktanir Tengslanets-ráðstefna 2004, 2005 og 2006

Í ljósi breytinga á jafnréttislögum t.d. með því að innleiða nýja klausu í launaákæðið í lögunum nr. 10/2008 um að afnema launaleynd og breytingu á hlutafélagalögum um auka hlut kvenna í stjórnum fyrirtækja og markmiðum stjórnvalda að draga úr launamun kynjanna o.fl. eru hér ályktanir fyrstu þriggja tengslanets-ráðstefnanna sem  haldnar voru að frumkvæði Herdísar Þorgeirsdóttur prófessors við lagadeildina á Bifröst á árunum 2004-2010. Hér er dagskrá Tengslanets-ráðstefnunnar 2008 . 

Hér er umfjöllun Morgunblaðsins um Tengslanets-ráðstefnuna 2008. Einnig hér. 

Hér er bent á hættuna af því að ungir, reynslulitlir karlmenn séu í framvarðasveitinni fyrir hrun.

Ályktun Tengslanets 2010.

ÁLYKTUN

TENGSLANET III – VÖLD TIL KVENNA

2006

LÖG UM JÖFNUN KYNJAHLUTFALLA Í STJÓRNUM FYRIRTÆKJA

Ráðstefnan Tengslanet III – Völd til kvenna – á Bifröst 1. og 2. júní 2006 lýsir yfir nauðsyn þess að sett verði lög sem miða að því að jafna hlut kynjanna í stjórnum skráðra fyrirtækja á Íslandi þannig að hlutur annars kynsins sé ekki undir 40%.

Undanfarin ár hefur tilmælum og ábendingum ítrekað verið beint til eigenda og stjórnenda fyrirtækja án sýnilegs árangurs. Í dag höfum við séð nýjustu  tölur um rýran hlut kvenna í stjórnum skráðra félaga í Kauphöll Íslands. Konum hefur fækkað í stjórnum þessara fyrirtækja og eru nú aðeins 4,4% stjórnarmanna.  Þetta ástand vegur að jafnrétti kynjanna og er hættumerki í íslensku efnahags- og atvinnulífi sem og samfélaginu öllu.

 ÁLYKTUN

TENGSLANET II – VÖLD TIL KVENNA

2005

LAUNALEYND

Hátt í tvö hundruð þátttakendur á ráðstefnunni Tengslanet II: Völd til kvenna – á Bifröst 26. og 27. maí 2005 skora á atvinnurekendur að endurskoða svonefnda launaleynd.

Svonefnd launaleynd er ekki heppileg starfsmannastefna og þjónar hvorki hagsmunum eigenda, stjórnenda né starfsmanna fyrirtækja.

Upplýsingar um laun og kjör á vinnumarkaði auka gegnsæi markaðarins og eru um leið forsenda þess að unnt sé að vinna að sameiginlegu hagsmunamáli allra á vinnumarkaði – að útrýma kynbundum launamun.

Launaleynd gengur gegn markmiðum jafnréttislaga.

ÁLYKTUN

TENGSLANET I – VÖLD TIL KVENNA

2004

KONUR Í STJÓRNIR

Tengslanetsráðstefna kvenna á Bifröst, 2. júní 2004, skorar á stjórnendur íslenskra fyrirtækja að taka þegar til við að leiðrétta rýran hlut kvenna í stjórnum og æðstu stjórnunarstöðum innan fyrirtækjanna.

Konur hafa aflað sér menntunar og reynslu sem atvinnulífið hefur ekki efni á að vannýta með þeim hætti sem nú er gert.

Ráðstefnan mun fylgjast náið með árangri fyrirtækja í átt að jafnri stöðu kynjanna og mun beita sér fyrir því að upplýsingar um árangur einstakra fyrirtækja verði birtar opinberlega að ári, um sama leyti og ráðstefnan kemur saman á ný.

Ferilskrá Herdísar

Ferilskrá Herdísar

Dr. Juris Herdís Þorgeirsdóttir er lögmaður í Reykjavík. Hún hefur víðtæka reynslu úr akademíu og atvinnulífi, starfar bæði hér og á alþjóðavettvangi. Hún var skipuð fyrsti prófessorinn við lagadeild háskólans á Bifröst 2004 og hefur einnig kennt við háskóla erlendis. Herdís lauk doktorsprófi í lögum með dr. juris gráðu (frá lagadeild Lundarháskóla 2003). Sérsvið hennar…

Curriculum vitae

Dr Herdís Thorgeirsdóttir is an attorney at law in Reykjavík. She was appointed professor of constitutional law and human rights at the Faculty of Law, Bifrost University in 2004. She is First Vice President of the Venice Commission (the Council of Europe Commission for Democracy through Law) since 2017. Since 2003 she has been a…