EWLA ráðstefna 8. júní 2009

Árleg ráðstefna evrópskra kvenlögfræðinga (EWLA) verður haldin í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík 3. og 4. júlí næstkomandi. Ráðstefnan er ekki einskorðuð við lögfræðinga. Hún er öllum opin sem láta sig samfélagsleg mál varða. Ódýrara gjald fyrir þá sem skrá sig fyrir 8. júní á
http://www.bifrost.is/pages/radstefnur/ewla-umsokn-islenska-/
 

Þema ráðstefnunnar er Mannréttindi og Fjármálamarkaðir. Aðalfyrirlesari er norsk/franski dómarinn EVA JOLY, sem íslensk stjórnvöld hafa fengið sem ráðgjafa. Hún hefur einnig verið ráðgjafi norskra stjórnvalda en vakti athygli um alla Evrópu þegar hún var fengin af frönskum yfirvöldum til að rannsaka milljarða evru hneykslið sem franska ríkisrekna olíufyrirtækið Elf var flækt í. Eva Joly sætti hótunum á meðan rannsókninni stóð; henni var hótað lífláti, sími hennar var hleraður og brotist var inn á heimili hennar og skrifstofur. Í kjölfar rannsóknarinnar sem Eva Joly stýrði voru 30 manns sakfelldir en í málið flæktust aðilar úr ríkisstjórn Frakklands.


Einnig talar EINAR MÁR GUÐMUNDSSON rithöfundur um fjármálahrunið íslenska og veruleikann að baki því. Meðfylgjandi er dagskrá ráðstefnunnar en þar fjalla lögfræðingar, rithöfundar og fleiri um mannréttindi og fjármál, fjölskyldur í kreppu, kynjajafnrétti á tímum óvissu, nýja löggjöf og siðferði í viðskiptalífi. Ráðstefnan fer fram á ensku en ég minni á að meirihluti þátttakenda eru íslenskir – og ítreka að ráðstefnan er ÖLLUM OPIN svo lengi sem húsrúm leyfir.


Þeir sem skrá sig fyrir 8. júní nk. fá ódýrara gjald. Unnt er að skrá sig til þátttöku og sleppa kvöldverði og dagskrá eftir ráðstefnu á laugardegi. Laganemar og aðrir nemar greiða lægra ráðstefnugjald.

Hvet  ykkur til að skrá ykkur sem fyrst.
Ferilskrá Herdísar

Ferilskrá Herdísar

Dr. Juris Herdís Þorgeirsdóttir er lögmaður í Reykjavík. Hún hefur víðtæka reynslu úr akademíu og atvinnulífi, starfar bæði hér og á alþjóðavettvangi. Hún var skipuð fyrsti prófessorinn við lagadeild háskólans á Bifröst 2004 og hefur einnig kennt við háskóla erlendis. Herdís lauk doktorsprófi í lögum með dr. juris gráðu (frá lagadeild Lundarháskóla 2003). Sérsvið hennar…

Curriculum vitae

Dr Herdís Thorgeirsdóttir is an attorney at law in Reykjavík. She was appointed professor of constitutional law and human rights at the Faculty of Law, Bifrost University in 2004. She is First Vice President of the Venice Commission (the Council of Europe Commission for Democracy through Law) since 2017. Since 2003 she has been a…