Álit Feneyjanefndar um áhrif neyðarlaga í Tyrklandi samþykkt

herdís aðalfundi feneyjanefndar mars 2017Talaði fyrir áliti Feneyjanefndar rétt í þessu um áhrif neyðarlaga á frelsi fjölmiðla í Tyrklandi. Ástandið er mjög alvarlegt, 190 sjónvarpstöðvum og fjölmiðlafyrirtækjum hefur verið lokað fyrirvaralaust á grundvelli neyðarlaganna sem sett voru í kjölfar misheppnaðs valdaráns í júlí 2016. Um 2500 blaðamenn hafa misst vinnuna; margir fangelsaðir ásakaðir um tengsl við hryðjuverkasamtök. Stór fjölmiðlafyrirtæki hafa verið keypt upp af fjársterkum aðilum með sterk tengsl við stjórnvöld. Nýsett neyðarlög aflétta hlutleysisreglunni af sjónvarpi svo unnt sé að stunda áróður í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskránni, hinn 16. apríl n.k. Segja má að lýðræðislegum stjórnarháttum hafi verið vikið til hliðar í aðdraganda kosninga sem geta gerbylt tyrknesku stjórnkerfi og afnumið lýðræði og réttarríki til frambúðar. Tyrknesk stjórnvöld voru viðstödd fundinn en álitið var samþykkt einróma.

Venedik (Avrupa Hukuk Yoluyla Demokrasi) Komisyonunun Yargıtay’ı Ziyareti

Ferilskrá Herdísar

Ferilskrá Herdísar

Dr. Juris Herdís Þorgeirsdóttir er lögmaður í Reykjavík. Hún hefur víðtæka reynslu úr akademíu og atvinnulífi, starfar bæði hér og á alþjóðavettvangi. Hún var skipuð fyrsti prófessorinn við lagadeild háskólans á Bifröst 2004 og hefur einnig kennt við háskóla erlendis. Herdís lauk doktorsprófi í lögum með dr. juris gráðu (frá lagadeild Lundarháskóla 2003). Sérsvið hennar…

Curriculum vitae

Dr Herdís Thorgeirsdóttir is an attorney at law in Reykjavík. She was appointed professor of constitutional law and human rights at the Faculty of Law, Bifrost University in 2004. She is First Vice President of the Venice Commission (the Council of Europe Commission for Democracy through Law) since 2017. Since 2003 she has been a…