Á meðfylgjandi mynd er framkvæmdastjórn Seðlabanka Evrópu. Evrópusamtök kvenlögfræðinga hafa sent frá sér bréf til stjórnvalda í 17 ríkjum evrusvæðisins til að mótmæla því að 17. sætið í stjórn bankans verði skipað karlmanni en fyrir eru eintómir karlar. Þar að auki er sex manna framkvæmdastjórn skipuð eintómum körlum.

Ekki gefst tækifæri til að skipa konu í stjórn bankans fyrr en 2018 ef þetta eina sæti sem enn er laust verður skipað karli. Hér er ályktun Evrópusamtaka kvenlögfræðinga um nauðsyn þess að skipa konur í stjórnir fyrirtækja frá 2008 – en framkvæmdastjórn Evrópuráðsins hefur í hyggju að setja lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja – þar sem treglega hefur gengið að uppfylla markmið byggð á jafnréttissjónarmiðum.

Talið frá vinstri: Michael D. Weeks, John F. Hughes, Jr., B. Martelle Marshall, J. Bryant Kittrell III, George Thomas Davis, Jr., R. S. Spencer, Jr., A. Dwight Utz, Joseph T. Lamb, Jr.