Yearly Archives: 2019

Sjötíu ára saga Evrópuráðsins í myndum

Sjötíu ára saga Evrópuráðsins í myndum

Hér má sjá sjötíu ára sögu Evrópuráðsins í myndum. Sáttmáli Evrópuráðsins var undirritaður í London hinn 5. maí 1950. Ísland varð 12. ríkið til að verða aðili að Evrópuráðinu 7. mars, 1950.  Stofnaðilar voru Belgía, Danmörk, Frakkland, Írland, Ítalíu, Luxembourg, Holland, Noregur, Svíþjóð og Bretland. Winston Churchill, þáverandi forsætisráðherra Breta, var einn af forkólfum í mótun Evrópuráðsins en hugmyndin kviknaði á rústum þeirra hörmunga sem seinni heimsstyrjöldin leiddi yfir Evrópu.

Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands og einn mesti áhrifavaldur í stofnun Evrópuráðsins.

 

 

Bjarni Benediktsson við undirritun sáttmála Evrópuráðsins hinn 7. mars, 1950. Með honum á myndinni er sérfræðingur á sviði alþjóðalaga, Hans G. Andersen.

Mannréttindasáttmáli Evrópu var undirritaður í Róm hinn 8. nóvember 1950. Nú eru 47 ríki aðilar að Evrópuráðinu. Miklar umræður áttu sér stað í mótun sáttmálans á fyrsta fundinum í Strassborg í ágúst 1949. Meginhöfundar uppdráttarins voru Sir David Maxwell-Fyfe, breskur þingmaður og lögfræðijngur og  franski lögspekingurinn, Pierre Henri Teitgen sem hafði barst hart í neðanjarðarhreyfingunni í Frakklandi á stríðsárunum. Fyrirmyndin að Mannréttindasáttmála Evrópu var Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu Þjóðanna frá 1948. Hér má finna Mannréttindasáttmála Evrópu og skýringar með ákvæðum hans.

 

Eitt réttarkerfi fyrir hvítflibba og annað fyrir fátæka

Eitt réttarkerfi fyrir hvítflibba og annað fyrir fátæka

Robert Morgenthau  ríkislögmaður/saksóknari New York ríkis lét af starfi sínu þegar hann var að verða níræður. Hann er nú látinn, 99 ára að aldri. Morgentahu gegndi starfi sínu í baráttunni við glæpi í meira en fjóra áratugi sem saksóknari í New York og ríkislögmaður á því sem svæði sem telst til Manhattan. Hann barðist gegn hvítflibbaContinue Reading

Mynd frá Minsk af fundi með Lukashenko

Mynd frá Minsk af fundi með Lukashenko

  Var að berast þessi mynd frá Minsk sem tekin var eftir fund með Alexander Lukashenko forseta Hvíta Rússlands sem ég fór á sem fulltrúi Feneyjanefndar Evrópuráðsins – fékk tækifæri til að ræða við hann um mikilvægi mannréttinda í réttarríki þar sem einstaklingur ætti að vera í forgrunni fremur en skipan ríkisvaldsins – hið síðaraContinue Reading

Landið okkar

Landið okkar

Mér finnst ég stundum eiga minna í þessu landi en mörg ykkar hinna – af því að ég ferðast sjaldnar um Ísland en ég vildi. Engu að síður er það landið mitt, land forfeðra minna og mæðra í meir en þúsund ár. Á þessari mynd finn ég svala dögunina; nálægðina við kyrrlátan fjörðinn, sólarupprásina, ilminnContinue Reading

European Equality Law Review: Hefnd með einelti

European Equality Law Review: Hefnd með einelti

Ákvæði 27. gr. jafnréttislaga nr. 10/2008 leggur bann við uppsögn þess sem fer fram á leiðréttingu á kjörum eða öðru broti á jafnréttislögum. Þetta kallast á ensku “protection from victimisation”. Skrifaði grein að beiðni ESB í fyrstu útgáfu European Equality Law Review 2019 þar sem ég fer ofan í saumana á þessu máli – ekkiContinue Reading

Bianca Jagger

Bianca Jagger

Á alþjóðlegri ráðstefnu um fjölmiðlafrelsi í London dagana 10. og 11. júlí sl. var einn gestana Bianca Jagger en hún er velgjörðarsendiherra Evrópuráðsins í baráttunni gegn dauðarefsingum. Bianca Jagger var á árum áður eitt “heitasta celeb” samtímans þegar hún var gift stórstjörnunni Mick Jagger í Rolling Stones. Þau gengu í hjónaband í St. Tropez áContinue Reading

Áhugavert veggspjald

Áhugavert veggspjald

Þetta veggspjald vann listamaður á alþjóðlegri ráðstefnu um fjölmiðlafrelsi í London dagana 10. o0g 11. júlí. Listamaðurinn hefur setið út í sal þegar Herdís flutti framsögu sína um starf Feneyjanefndar í tengslum við öryggi blaðamanna, tjáningarfrelsi og réttinn til lífs. Listamaðurinn hefur hripað niður setningar úr framsögu Herdísar og í dagslok var veggspjaldið komið uppContinue Reading

Alþjóðleg fjölmiðlaráðstefna í London

Alþjóðleg fjölmiðlaráðstefna í London

Talaði af hálfu Feneyjanefndar á alþjóðlegri fjölmiðlaráðstefnu í London 10. og 11. júlí sl. Fjallaði um öryggi blaðamanna; réttinn til lífs og tjáningar og sagði frá starfi Feneyjanefndar þ.á m. áliti sem ég og fleiri unnum. Þingmannasamkunda Evrópuráðsins fór þess á leit við Feneyjanefnd í október 2018 að nefndin ynni álit um ástand stjórnskipunar íContinue Reading

Fundur með Lukashenko forseta Hvíta Rússlands

Fundur með Lukashenko forseta Hvíta Rússlands

Hinn 31. maí sl. var fyrsta varaforseta Feneyjanefndar Evrópuráðsins boðið á fund með forseta Hvíta Rússlands, Alexander Lukashenko í forsetahöllinni (Palace of Independence) í Minsk ásamt forsetum og varaforsetum stjórnlagadómstóla Rússlands, Kasakstan, Aserbaijan og Lettlands. (Síðastnefndu stöðunni gegnir Ineta Ziemele, fyrrum dómari við Mannréttindadómstól Evrópu en eiginmaður hennar er Dr. Guðmundur Alfreðsson sem er lönguContinue Reading

Jafnlaunavottun – skrif fyrir ráðstefnu á vegum ESB

Jafnlaunavottun – skrif fyrir ráðstefnu á vegum ESB

Þess var farið á leit við mig af austurrísku ráðgjafafyrirtæki  í apríl sl. að ég skrifaði grein um tilurð kerfis jafnlaunavottunar á Íslandi og ræddi kosti þess og galla vegna fyrirhugaðs námskeiðs sem halda skyldi á vegum framkvæmdastjórnar Esb. í lok  maí í Reykjavík og yrði pappírinn lagður til grundvallar umræðu. Þátttakendur á námskeiðinu komuContinue Reading