Yearly Archives: 2019

Herdís meðal umsækjenda

Herdís meðal umsækjenda

Frétt Morgunblaðsins hinn 11. desember 2019.

Herdis fyrir utan RÚV í Efstaleiti 2012 (ljósmynd Mbl. Eggert Jóhannesson).

Her­dís Kjerulf Þor­geirs­dótt­ir er meðal þeirra sem sóttu um starf út­varps­stjóra. Rík­is­út­varpið til­kynnti í gær að 41 hefði sótt um stöðuna. Her­dís staðfest­ir þetta í sam­tali við mbl.is.

Her­dís er doktor í lög­um með tján­ing­ar­frelsi fjöl­miðla sem sér­svið. Hún er einnig menntaður stjórn­mála­fræðing­ur með fram­halds­mennt­un frá Banda­ríkj­un­um. Her­dís er fyrr­ver­andi laga­pró­fess­or, með rétt­indi til að starfa sem héraðsdóms­lögmaður.

Hún er sér­fræðing­ur á sviði vinnu­rétt­ar og jafn­rétt­is­mála fyr­ir Evr­ópu­sam­bandið og hef­ur kom­ist til æðstu met­orða í Fen­eyja­nefnd Evr­ópuráðsins sem er nefnd lög­spek­inga í stjórn­skip­un og mann­rétt­ind­um. Her­dís var fyrsti rit­stjóri Mann­lífs og síðan út­gef­andi og rit­stjóri Heims­mynd­ar.

Svan­hild­ur Hólm Vals­dótt­ir, aðstoðarmaður fjár­mála- og efna­hags­ráðherra og fjöl­miðlakona, er einnig meðal um­sækj­enda um stöðu út­varps­stjóra Rík­is­út­varps­ins.

Rík­is­út­varpið hyggst ekki gefa út lista með nöfn­um um­sækj­enda, en Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir, leik- og fjöl­miðlakona, og Elín Hirst hafa báðar til­kynnt að þær hafi sótt um stöðuna.

Teymi lögfræðinga um kynjajafnrétti í Evrópu

Teymi lögfræðinga um kynjajafnrétti í Evrópu

Sótti árlegan fund teymis lögfræðinga frá aðildarríkjum Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins EES, á vettvangi jafnréttislöggjafar og vinnuréttar, sem ég hef starfað með frá árinu 2003. Við fundum árlega í Brussel en á þess á milli felst starf okkar í því að leggja mat á framkvæmd hinna ýmsu þátta jafnréttislöggjafar í aðildarríkjum. Sjá hér grein mínaContinue Reading

Hatursorðræða eða pólitísk umræða

Hatursorðræða eða pólitísk umræða

Talaði í dag af hálfu Feneyjanefndar um tjáningarfrelsi og hatursorðræðu á alþjóðlegri ráðstefnu um vernd mannréttinda í tilefni af því að 15 ár eru frá því að embætti umboðsmanns var stofnað í Armeníu – í þjóðþinginu í höfuðborg landsins, Yerevan. Spoke on behalf of the Venice Commission on freedom of expression and hate speech (“TheContinue Reading

Venezuela á barmi glötunar

Venezuela á barmi glötunar

  Í Venezúela er klíkuræði; stjórn sem hikar ekki við að taka opinbert fé og ríkiseigur til að skara eld að eigin köku. Ástandið í landinu er hrikalegt, jaðrar við hungursneyð þar sem fólk hefur ekki efni á matvælum sem hafa hækkað upp úr öllu valdi. Ungbarnadauði hefur tvöfaldast frá því 2008, malaría og aðrirContinue Reading

Réttarríkið og umbætur í stjórnsýslu

Réttarríkið og umbætur í stjórnsýslu

Ræddi réttarríkið og umbætur í stjórnsýslu af hálfu Feneyjanefndar Evrópuráðsins m.a. í boði stjórnvalda í Jórdaníu. Þetta eru svonefnd Unidem Med námskeið fyrir embættismenn og fulltrúa stjórnvalda fyrir botni Miðjarðarhafs, þ.e. ríkjum Norður-Afríku og í Mið Austurlöndum. https://www.facebook.com/UniDemMed/?tn-str=k*F        “RULE OF LAW STANDARDS TO LEADERSHIP” Regional seminar for senior public officials 10th UniDemContinue Reading

Lög um úkraínsku sem ríkistungumál

Lög um úkraínsku sem ríkistungumál

Sendinefnd á vegum Feneyjanefndar átti fundi með fulltrúum stjórnvalda, þingmönnum stjórnar og stjórnarandstöðu, dómurum stjórnlagadómstóls, fulltrúum ráðuneyta og félagasamtaka í ferð til Kiev hinn 24. október sl. vegna fyrirhugsaðs álits nefndarinnar um nýsett lög um úkraínsku sem ríkistungumál. Úkraínska á undir högg að sækja gagnvart rússneskunni sem víða er töluð, sérstaklega í þéttbýli. http://www.ccu.gov.ua/en/novina/delegation-venice-commission-visited-constitutional-court-ukraine

Herdís Tryggvadóttir 29. janúar 1928 – 15. ágúst 2019

Herdís Tryggvadóttir 29. janúar 1928 – 15. ágúst 2019

Minningarorð flutt í Hallgrímskirkju 23. ágúst 2019 Herdís Tryggvadóttir kveður í lok sumars á 92. aldursári eftir að hafa verið rúmföst í nokkrar vikur. Barnabarn spurði nokkru áður: Hvernig líður þér amma? Ég er í toppstandi, svaraði amma Herdís. Bandarísk hjón sem hittu í fyrsta sinn þessa háöldruðu konu þar sem hún sat í hjólastólContinue Reading

Sjötíu ára saga Evrópuráðsins í myndum

Sjötíu ára saga Evrópuráðsins í myndum

Hér má sjá sjötíu ára sögu Evrópuráðsins í myndum. Sáttmáli Evrópuráðsins var undirritaður í London hinn 5. maí 1950. Ísland varð 12. ríkið til að verða aðili að Evrópuráðinu 7. mars, 1950.  Stofnaðilar voru Belgía, Danmörk, Frakkland, Írland, Ítalíu, Luxembourg, Holland, Noregur, Svíþjóð og Bretland. Winston Churchill, þáverandi forsætisráðherra Breta, var einn af forkólfum í mótunContinue Reading

Eitt réttarkerfi fyrir hvítflibba og annað fyrir fátæka

Eitt réttarkerfi fyrir hvítflibba og annað fyrir fátæka

Robert Morgenthau  ríkislögmaður/saksóknari New York ríkis lét af starfi sínu þegar hann var að verða níræður. Hann er nú látinn, 99 ára að aldri. Morgentahu gegndi starfi sínu í baráttunni við glæpi í meira en fjóra áratugi sem saksóknari í New York og ríkislögmaður á því sem svæði sem telst til Manhattan. Hann barðist gegn hvítflibbaContinue Reading

Mynd frá Minsk af fundi með Lukashenko

Mynd frá Minsk af fundi með Lukashenko

  Var að berast þessi mynd frá Minsk sem tekin var eftir fund með Alexander Lukashenko forseta Hvíta Rússlands sem ég fór á sem fulltrúi Feneyjanefndar Evrópuráðsins – fékk tækifæri til að ræða við hann um mikilvægi mannréttinda í réttarríki þar sem einstaklingur ætti að vera í forgrunni fremur en skipan ríkisvaldsins – hið síðaraContinue Reading