Yearly Archives: 2007

Leiðbeiningareglur varðandi fjölmiðla í aðdraganda kosninga

Leiðbeiningareglur varðandi fjölmiðla í aðdraganda kosninga

VC

Feneyjarnefnd Evrópuráðsins samþykkti á síðasta allsherjarfundi sínum tillögur Dr. Herdísar Þorgeirsdóttur og Owen Masters frá Bretlandi um breytingar á tilmælum ráðherranefndar Evrópuráðins (99) 15 um umfjöllun fjölmiðla í kosningabaráttu (Recommendation (99) 15 on Media Coverage of Election Campaigns). Í mars 2007 bað sérfræðingahópur á sviði mannréttinda í upplýsingasamfélaginu (MC-S-IS) Feneyjarnefnd Evrópurráðsins um að taka þátt í endurskoðun á tilmælum (99) 15 um fjölmiðlaumfjöllun í kosningabaráttu. Dr. Herdís Þorgeirsdóttir (varafulltrúi Íslands í Feneyjarnefndinni) vann skýrslu fyrir sérfræðingahópinn  og það gerði einnig Owen Masters, sérfræðingur á sviði fjölmiðla frá Bretlandi. Herdís Þorgerisdóttir var síðan beðin að taka þátt í sjálfum undirbúningnum að breytingartillögum á tilmælum og fór sú vinna fram í byggingu Mannréttindadómstóls Evrópu í lok mars s.l. Á meðfylgjandi slóð má sjá framlag Herdísar Þorgeirsdóttur og Owen Masters sem Feneyjarnefndin samþykktihttp://www.venice.coe.int/docs/2007/CDL-AD(2007)022-e.asp

Umfjöllun um lýðræði í Ríkisútvarpinu

Umfjöllun um lýðræði í Ríkisútvarpinu

2007 ársþing EWLA í Zurich

2007 ársþing EWLA í Zurich

Herdís Þorgeirsdóttir prófessor stjórnar umræðum um Ár jafnra tækifæra við upphaf ársþings Evrópusamtaka kvenlögfræðinga (http://www.ewla.org/) sem haldið verður í Zurich 11. til 12. maí nk. Þátttakendur í umræðum eru Lenia Samuel varaframkvæmdastjóri Evrópusambandsins í nefnd framkvæmdastjórnarinnar í atvinnu-, félags- og jafnréttismálum. Hún fjallar um sýn Framkvæmdastjórnar ESB á ár jafnra tækifæra; Rodi Kratsa-Tsagaropoulo, varforseti Evrópuþingsins; Christa Prets, þingkona á Evrópuþinginu  Zapfl-Helbling, varaformaður nefndar EvrópuráðsinsContinue Reading

Fundur í Brussel

Fundur í Brussel

Sérfræðingar á sviði jafnréttislaga hittust á árlegum fundi með framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í Brussel. Dr. Herdís Þorgeirsdóttir hefur starfað í þessum hópi frá því í ársbyrjun 2003.

Námskeiðið “Business & Human Rights”

Námskeiðið “Business & Human Rights”

Tveggja vikna lotukennsla hefst  í dag. Dr. Herdís Þorgeirsdóttir prófessor hefur kennt námskeiðið Business & Human Rights (viðskipti og mannréttindi) frá því 2003 og er það í fyrsta sinn sem slíkt námskeið er kennt við lagadeild á Íslandi en síðan hefur það verið tekið upp í Háskólanum í Reykjavík.  Námskeið Herdísar er valkúrs fyrir nemaContinue Reading

Tillögur samþykktar

Eins og sjá má áheimasíðu Feneyjanefndarinnarsátu fulltrúar hennar, þau dr. Herdís Þorgeirsdóttir og Serguei Kouznetsov, fund sérfræðingahóps í mannréttinum í upplýsingasamfélaginu en það eru sérfræðingar aðildarríkja Evrópuráðsins, þar sem endurskoðun stóð yfir á tilmælum Ráðherranefndar Evrópuráðsins nr. R(99)15 um aðgerðir vegna umfjöllunar fjölmiðla í aðdraganda kosninga. Fundurinn fór fram í húsi Mannréttindadómstóls Evrópu og hann sátu jafnframtContinue Reading

Framsaga á fundi í Strassborg

Framsaga á fundi í Strassborg

Herdís Þorgeirsdóttir prófessor mun kynna niðurstöður sínar og Owen Masters á fyrirhuguðum breytingum á tillögum Ráðherranefndar Evrópuráðs  varðandi athugun á frammistöðu fjölmiðla í aðdraganda kosninga (Recommendation No. R (99) 15 on media coverage of election campaigns in the light of the development of digital broadcasting services and other new communication services). Herdís fer sem fulltrúi Feneyjarnefndar Evrópuráðsins.

Afnám launaleyndar í  kjölfar tengslanets

Afnám launaleyndar í kjölfar tengslanets

Frumvarp til breytinga á jafnréttislögum var kynnt í gær.  Það verður þó ekki lagt fyrir á þessu þingi heldur því næsta. Þar er ákvæði um bann við launaleynd þar sem lagt er til að launamanni sé hvenær sem er heimilt að veita þriðja aðila upplýsingar um laun eða önnur starfsskilyrði. Það var önnur tengslanets-ráðstefnan á Bifröst sem sendiContinue Reading

Framsaga á námskeiðinu “Máttur kvenna”

Endurmenntunarnámskeið á vegum háskólans á Bifröst, sem kallast “Máttur kvenna” og er ætlað konum, sem eru í atvinnurekstri eða hyggja á slíkt – aðallega á landsbyggðinni hófst með erindi Herdísar Þorgeirsdóttir prófessors sem hún kallaði: “Máttur eða vanmáttur” og fjallaði þar um lagaumgjörðina í jafnréttismálum og veruleikann, en hann á nokkuð langt í land að ná þeimContinue Reading

Jöfn tækifæri barna

Jöfn tækifæri barna

Í nýjasta tölublaði Uppeldis (6. tbl. 19. árg.) er grein eftir  Herdísi Þorgeirsdóttur prófessor um réttindi barna. Heiti greinarinnar er: Jöfn tækifæri allra barna árið 2007 í ljósi þess þema sem Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur helgað þessu ári, þ.e. jöfnum tækifærum allra. Tilgangur þess að er að fólk sé meðvitaðara um réttindi sín. Fyrir nokkrum mánuðumContinue Reading