NÆRMYND AF HERDÍSI ÞORGEIRSDÓTTUR

NÆRMYND AF HERDÍSI ÞORGEIRSDÓTTUR

Nærmynd af Herdísi Þorgeirsdóttur

Viðtöl við vini Herdísar og systur um æsku hennar uppvöxt, feril og persónu í Íslandi í dag á Stöð 2, 15. maí 2012. Umsjón Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Sindri Sindrason.

Þessu góða fólki eru færðar þakkir fyrir framlag þeirra og fagleg vinnubrögð.

Elísabet Ronaldsdóttir

“Herdís hefur skýra sýn á hlutverk forseta Íslands, hugmyndafræði hennar öll er mörkuð af störfum hennar í þágu mannréttindamála og tjáningarfrelsis og hún er fyrir hugmyndir um sjálfbærni. Get ekki hugsað mér betri forseta. Áfram Herdís!”

– Elísabet Ronaldsdóttir á FB 17. maí, 2012

 

 

 

 

 

 

 

Herdís Magnea Hübner

“Ef þið eruð í vafa um hver sé hæfasti forsetaframbjóðandinn, skuluð þið horfa á þessa nærmynd. Hugsið svo um hvort það sé boðlegt að láta telja sér trú um að það séu bara tveir möguleikar í boði”.

– Herdís Magnea Hübner á FB 15. maí, 2012.

 

 

 Vigdís Grímsdóttur rithöfundur um Herdísi

“Það er ekkert auðveldara í veröldinni en að styðja heiðarlega hugsjónamanneskju með sterka réttlætiskennd; manneskju sem hefur skömm á mismunun í samfélaginu, berst fyrir mannréttindum, jafnrétti og bræðralagi og lætur hvorki hinn dauðþreytta fjórflokk né hin ísmeygilegu peningaöfl gengisfella sannfæringu sína. Herdís er traustsins verð, hún kemur til dyranna einsog hún er klædd og segir það sem henni býr í brjósti.”

(Úr ummælakerfi):

Vigdís Grímsdóttir · Works at Rithöfundur/kennari

Það var einhver sem sendi mér póst og spurði hvort það væri eitthvað sérstakt að ég styddi Herdís Þorgeirsdóttir ( þgf) – svarið er já – það er sérstakt, ég styð ekki fólk nema það hljómi við þá sannfæringu mína að allir menn séu jafnir og eigi sama rétt, að öllu fólki sé gert jafnt undir höfði, slíkar manneskjur eru fágætar, Herdís Þorgeirsdóttir, er ein þeirra!

 

 

 

SÖFNUN MEÐMÆLENDA LOKIÐ

Tilkynning frá framboði Herdísar Þorgeirsdóttur

herdis.is  11:00 15. maí, 2012

Söfnun meðmælenda er lokið.

Stuðningsmenn Herdísar Þorgeirsdóttur eru að ganga frá gögnum í því formi sem yfirkjörstjórnir óska eftir.

Söfnun um land allt gekk mjög vel. Þeim sem söfnuðu undirskriftum eru færðar einlægar þakkir.

Öllum sem voru tilbúnir að mæla með framboði Herdísar Þorgeirsdóttur til embættis forseta Íslands færir Herdís sérstakar þakkir.

Vestmannaeyjar

Vestmannaeyjar

Fyrir framan verk Jóns Óskars í vinnustofu hans og Huldu Hákon í Vestmannaeyjum.

Hulda Hákon var leiðsögumaður minn en hún og Jón Óskar eru með vinnuaðstöðu og íbúð í Skvísusundi en svo er sund eitt kallað þar sem strákar hittu stúlkur eftir böll á árum áður. Þarna hafa þau haft aðstöðu í sextán ár og Hulda þekkir nánast allt og alla í Eyjum.

Við hófum daginn á heimsókn í Godthaab í Nöf, sem var stofnað 15. október 2001. Var þá hafin vinna við að gera upp húsnæði félagsins en þar hafði áður verið starfrækt saltfisk og skreiðarverkun til að gera allt klárt fyrir matvælaframleiðslu. Starfsmenn voru í upphafi um 20 en eru nú að nálgast 100 og unnið er úr 4000 tonnum af hráefni á ári. Harðfiskurinn sem þær framleiða er afar góður. Við ræddum við tvo af eigendunum Einar Bjarnason og Jón Svavarsson sem sýndu okkur fyrirtækið. Áttum síðan góða stund með starfsfólki í kaffihléi.

Með starfsstúlku í Godthaab í Nöf.

Hvar sem við fórum í Vestmanneyjum skynjar maður kraftinn, sjálfsbjargarviðleitnina og lífsgleðina. Pólskur starfsmaður á kaffihúsi sagði okkur að honum fyndist veturinn erfiður en svo lifnaði allt við þegar voraði.

Við fengum okkur kaffi í Skýlinu og hlustuðum á kliðinn í fýlnum sem er löngu sestur upp í klettinn.  Skýlið er hlýlegur  kaffistaður við höfnina þar sem N1 rekur bensínstöð. Eigandinn smyr sjálf samlokurnar og afgreiðir alla með bros á vör. En þarna koma margir á morgnana til að ræða landsins gagn og nauðsynjar. Sá sem er með myndavélina er félagi í mótórhjólasamtökum Vestmanneyinga, Drullusokkunum.

Við hittum fyrir nokkra reynda sjómenn fyrir utan Klett.

Það var gaman að heimsækja Skipalyftuna við höfnina en það blómlega fyrirtæki er fyrst og fremst plötusmiðja og véla- og renniverkstæði auk þess að halda úti lager og verslun með vörum tengdum sjósókn og veiðum. Hittum fyrir marga hressa starfsmenn og fengum hjá þeim kaffi.

Við gengum meðfram sjávarsíðunni í morgunsólinni á föstudag og skoðuðum minnismerkið á Þrælaeiði en árið 1904 komust Vestmannaeyjar í símasamband við umheiminn. Það er til marks um dugnað og sjálfsbjargarviðleitni Eyjamanna þegar Rit- og talsímafélag Vestmannaeyja dró þar sæstreng á land aðeins fimm árum eftir að Ísland tengdist umheiminum.

Herdís við bátinn Blátind VE 21 frá 1947

Við skoðuðum einnig bátinn Blátind VE 21 sem var smíðaður í Vestmannaeyjum 1947. Hann er smíðaður úr eik og nokkrir áhugamenn í Vestmananeyjum sem vilja varðveita gömul skip og báta hafa í hyggju að gera upp þennan fallega, gamla bát.

Það er mikilfenglegt að sjá stóru gámaskipin í höfninni og ljóst að það er mikill kraftur í Vestmannaeyjum. Við heimsóttum mörg fyrirtæki og verslanir í bænum og mættum alls staðar góðu og hlýlegu viðmóti.

Starfsmenn Skipalyftunnar.

Við fórum í sundlaugina í Brimhólalaut þar sem er búið að fjölga mjög heitu pottunum frá því að ég kom þarna síðast með strákinn minn á handboltamót. Þá heimsóttum við starfsfólk í Sparisjóðnum, endurskoðunarskrifstofu Deloitte, við fórum í Vöruval, sem er í skemmtilegu kúluhúsi  og skoðuðum frábæra ljósmyndasýningu af Eyjum fyrir gos í kaffihúsinu Vinaminni.

Fjárframlög í kosningabaráttu

Fjárframlög í kosningabaráttu

9. maí, 2012 herdis.is  Í dag ákallaði GRECO,  hópur 46 ríkja innan Evrópuráðsins sem berst gegn spillingu aðildarríki að tryggja gagnsæi varðandi fjárframlög í kosningabaráttu. Íslandi sem er aðili að Evrópuráðinu síðan 1950 er einnig þátttkandi í GRECO.

Þrátt fyrir að ríki hafi sett lög og reglur um fjárframlög eru ýmsar gloppur á slíku regluverki og auðvelt að komast í  kringum þau. Varað er við alls konar gjöfum, gjöldum fyrir þá sem eru stuðningsmenn að framboðum, lánum og styrkjum. Upplýsingar  um fjárframlög eru hvorki nógu aðgengilegar né birtast þær tímanlega. Þá skortir sjálfstætt og óháð eftirlit með því hverjir styrkja framboð og með hvaða hætti. Þá eru oft væg viðurlög við brotum og brögð á því að ekkert sé aðhafst.

Gagnsæi á að sporna gegn spillingu og auka traust almennings á þeim sem eru kjörnir til valda.

Í Bretlandi voru settar reglur um fjárframlög í kosningabaráttu 1883 og þær hafa stöðugt verið hertar. Um líkt leyti sagði bandarískur þingmaður: “Það er tvennt sem skiptir máli í pólitík, peningar og . . . ég man ekki hvað hitt var“.

Nú er almennt viðurkennt að miklir peningar í pólitík séu nokkuð eitruð blanda – og ekki holl lýðræðinu.