línuritBilið milli hinna vellauðugu og þeirra fátækustu hefur aldrei verið meira. Nýútkomin Oxfam-skýrsla sýnir að samanlagður auður 62 ríkustu manna heims er jafnmikill og helmingur jarðarbúa á.

Það er engin tilviljun að Oxfam-skýrslan kemur út núna í sömu viku og hinir vellauðugu funda á árlegri heimsráðstefnu um efnahagsmál í Davos. Skýrslan sýnir að 1% jarðarbúa á meira en 99% en 50% þeirra fátækustu hafa orðið 41% fátækari á árunum 2010-2015. Á sama tíma hefur auður hinna ríkustu 62 aðila aukist um 500 milljarða dollara upp í 1,76 trilljónir.

Þeir sem allt eiga komast fyrir í einni rútu, eins og talsmaður Oxfam benti á. Stjórnmálamenn sem mega sín lítils gagnvart fjármálaöflunum hafa ekkert gert til að sporna við þessari þróun. Ójöfnuður eykst stöðugt. Pólitísk völd safnast á þessar fáu hendur sem hafa sópað til sín megninu af auði heims.

Lýðræði, mannréttindi og réttarríki geta ekki þrifist í þessari þróun. Einn af hverjum níu sveltur. Kallað hefur verið eftir aðgerðum – jafnt af Frans páfa sem alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Það verður að skoða þessa þróun í samhengi við allt annað.

Sjá hér.