Eins og sjá má áheimasíðu Feneyjanefndarinnarsátu fulltrúar hennar, þau dr. Herdís Þorgeirsdóttir og Serguei Kouznetsov, fund sérfræðingahóps í mannréttinum í upplýsingasamfélaginu en það eru sérfræðingar aðildarríkja Evrópuráðsins, þar sem endurskoðun stóð yfir á tilmælum Ráðherranefndar Evrópuráðsins nr. R(99)15 um aðgerðir vegna umfjöllunar fjölmiðla í aðdraganda kosninga. Fundurinn fór fram í húsi Mannréttindadómstóls Evrópu og hann sátu jafnframt fulltrúar hagsmunaaðila, þ.á.m. evrópskra blaðaútgefenda (ENPA)og sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU). Tillögur fulltrúa Feneyjanefndarinnar varðandi breytingar á tilmælunum hlutu yfirgnæfandi stuðning í hópi sérfræðinganna.