Það er staðreynd að náttúra landsins er einn helsti þáttur í sjálfsmynd okkar.
Íslensk náttúra er mögnuð og hefur djúpstæð áhrif á okkur sem búum þetta
land. Hálendið er mér sérlega hugleikið í þessu tilliti vegna þess að þar er kyrrð
og friður og um leið ægifegurð sem er í senn heillandi og á köflum ógnandi. Við
eigum ekki þetta land, heldur höfum við það að láni frá komandi kynslóðum.
Víðerni og óbyggð svæði eru að verða æ sjaldgæfari og ég tel að gildi þeirra og
verðmæti munu fara vaxandi með hverju árinu.