Fjárframlög í kosningabaráttu

9. maí, 2012 herdis.is  Í dag ákallaði GRECO,  hópur 46 ríkja innan Evrópuráðsins sem berst gegn spillingu aðildarríki að tryggja gagnsæi varðandi fjárframlög í kosningabaráttu. Íslandi sem er aðili að Evrópuráðinu síðan 1950 er einnig þátttkandi í GRECO.

Þrátt fyrir að ríki hafi sett lög og reglur um fjárframlög eru ýmsar gloppur á slíku regluverki og auðvelt að komast í  kringum þau. Varað er við alls konar gjöfum, gjöldum fyrir þá sem eru stuðningsmenn að framboðum, lánum og styrkjum. Upplýsingar  um fjárframlög eru hvorki nógu aðgengilegar né birtast þær tímanlega. Þá skortir sjálfstætt og óháð eftirlit með því hverjir styrkja framboð og með hvaða hætti. Þá eru oft væg viðurlög við brotum og brögð á því að ekkert sé aðhafst.

Gagnsæi á að sporna gegn spillingu og auka traust almennings á þeim sem eru kjörnir til valda.

Í Bretlandi voru settar reglur um fjárframlög í kosningabaráttu 1883 og þær hafa stöðugt verið hertar. Um líkt leyti sagði bandarískur þingmaður: “Það er tvennt sem skiptir máli í pólitík, peningar og . . . ég man ekki hvað hitt var“.

Nú er almennt viðurkennt að miklir peningar í pólitík séu nokkuð eitruð blanda – og ekki holl lýðræðinu.

Um Herdísi

Um Herdísi

Dr. juris Herdís Þorgeirsdóttir er lögmaður í Reykjavík. Hún hefur víðtæka reynslu úr akademíu og atvinnulífi, starfar bæði hér og á alþjóðavettvangi. Hún var skipuð fyrsti prófessorinn við lagadeild háskólans á Bifröst 2004 og hefur einnig kennt við háskóla erlendis. Herdís er höfundur bóka og greina, sem hafa birst alþjóðlega.  Hún hefur mikla reynslu af…

Curriculum vitae

Dr Herdís Thorgeirsdóttir is an attorney at law in Reykjavík. She was appointed professor of constitutional law and human rights at the Faculty of Law, Bifrost University in 2004. She is First Vice President of the Venice Commission (the Council of Europe Commission for Democracy through Law) since 2017. Since 2003 she has been a…