Talaði af hálfu Feneyjanefndar á alþjóðlegri fjölmiðlaráðstefnu í London 10. og 11. júlí sl. Fjallaði um öryggi blaðamanna; réttinn til lífs og tjáningar og sagði frá starfi Feneyjanefndar þ.á m. áliti sem ég og fleiri unnum. Þingmannasamkunda Evrópuráðsins fór þess á leit við Feneyjanefnd í október 2018 að nefndin ynni álit um ástand stjórnskipunar í landinu en fyrirspurnin kom í kjölfar skýrslu á vegum þingsins um hrottalegt morð á blaðakonunni Daphne Caruana Galizia hinn 16. október 2017. Hún hafði verið að rannsaka spillingarmál nátengd stjórnvöldum, þ.á m. peningaþvætti, skattaskjól o.fl. Daphne Caruana Galizia var sprengd í loft upp nokkra metra frá heimili sínu í Valetta, höfuðborg Möltu. Skömmu eftir að beiðnin barst frá Evrópuráðsþinginu kom beiðni frá dómsmálaráðherra Möltu um að Feneyjanefnd skilaði áliti um stjórnskipun á Möltu, sjálfstæði dómstóla og stöðu réttarríkisins í hnotskurn. Rannsókn á morðinu hefur dregist á langinn og stjórnvöld á Möltu sætt harðri gagnrýni. Á undnafjörnum tveimur árum hafa nokkrir blaðamenn sem hafa verið að rannsaka spillingsrmál verið myrtir – í hjarta Evrópu, þ.á m. í Slóvakíku þar sem ungur blaðamaður og kærasta hans voru myrt í ársbyrjun 2018.  Fjallaði Herdís um skyldu stjórnvalda til að rannsaka morð af þessu tagi sérstaklega og þ.á m. í ljósi tengsla umfjöllunar blaðamannana og þeirra sem skipulagt hafi morðin því ekki sé nóg að benda á einhverja augljósa “leigumorðingja”.

 

Sjá ræðu Herdísar hér: https://www.venice.coe.int/webforms/events/?id=2792

Ráðstefnan var haldin að undirlagi utanríkisráðherra Bretlands  Jeremy Hunt og utanríkisráðherra Kanada, Chrystia Freeland. Jeremy Hunt skipaði mannréttindalögfræðinginn Amal Clooney sem sérlegan talsmenn fjölmiðlafrelsis fyrir Breta fyrr á þessu ári og var Clooney með framsögu á fundinum í London.

Sjá hér umfjöllun á vef Blaðamannafélags Íslands.

 

 

 

 

 

https://www.press.is/is/um-felagid/utgefid-efni/frettir/sterk-stofnanaumgjord-gegn-skadleysi-af-glaepum-gegn-bladamonnum?