Óðinn Jónsson bauð mér á morgunvaktina til að ræða Hæstarétt Bandaríkjanna nú þegar Anthony Kennedy dómari við réttinn hefur ákveðið að láta af störfum.

Trump freistar þess að skipa nýjan dómara á kosningaári. Það er engin nýlunda að slíkt sér gert en áhugavert að fylgjast með því hvort Trump verður samkvæmur sjálfum sér þegar hann velur dómaraefnið. Í kosningabaráttunni 2015 hafði hann hátt um þá spillingu sem fylgdi óheftum fjárframlögum til kosningabaráttu.

Anthony Kennedy sem nú lætur af störfum skrifaði rökstuðninginn fyrir niðurstöðu í einum umdeildasta dómi síðari tíma í máli Citizens United v. Federal Election Commission 2010 – þar sem Hæstiréttur tryggði fyrirtækjum og fjármálaöflum tjáningarfrelsi með ófyrirséðum afleiðingum fyrir lýðræðið. Obama kvaðst þá myndu í samstarfi við þingið bregðast við en gerði það ekki! Það liðu sex ár og þá sté Trump fram á sjónarsviðið og kvaðst myndu sporna gegn þeirri þróunn sem fyrrgreindur dómur staðfesti. Nú er að sjá hvort hann skipar framsýnan hugsjónamann eins og Louis Brandeis sem sat í réttinum frá 1916-1932 og beitti sér gegn yfirgangi stórfyrirækja – kannski einn merkasti dómari í sögu Hæstaréttar Bandaríkjanna.

Hlusta hér.